Hægt að spyrja mig

Þegar ég ákvað að kaupa nýja stafræna vél í stað 2mp Canon Ixus vélarinnar, þá endaði ég á Lumix vélinni, ekki síst vegna Leica linsunnar. Reyndar var mér bent á að Panasonic væri ekki stórt nafn í myndavélum, en á móti kom að $500 vél með Leica linsu er næstum mótsagnakennt og í trausti þess að Leica legði ekki 80 ára reynslu og ímynd við hvað sem er, ákvað ég að kýla á vélina. Það verður að segjast að sjaldan hef ég gert jafn gáfuleg kaup.

Linsan er frábær, það er auðvelt að stjórna vélinni, rafhlaðan endist ágætlega og miðað við stærð er auðvelt að höndla hana. Reyndar eru myndir við léleg ljósskilyrði ekki neitt svaka góð, en ef ég festi iso á 100 eða 200 og nota flass (það er möguleiki á stærra flassi) þá er það ekki vandamál. 

ÉgSíminn II

Í síðustu viku kom ég mér loksins til að kíkja á iPhone upp í Apple-búðinni í Easton. Þar eru þeir í röðum á borðum svo hugsanlegir kaupendur geti snert og prófað dýrgripinn. Ég lenti reyndar í vandræðum fyrst í stað, þar sem ég festist í YouTube hluta símans og gat ómögulega komist í aðalvalmyndina. Ég vissi að einhvers staðar átti að vera hnappur sem bjargaði mér til baka, en það tók mig nokkurn tíma að finna hann, sem reyndar minnir á hversu hönnunin er stílhrein. Continue reading ÉgSíminn II

Dauðasíðan mín

Í vor sat ég áhugaverða fyrirlestraröð um kirkju, samfélag og ungt fólk á vegum Center for Educational Ministry in the Parish (CEMP) en setrið er staðsett hér í Trinity Lutheran Seminary. Einn fyrirlesarinn, Dr Cheryl M Peterson, sem hefur kennt mér trúfræði hér við skólann, fjallaði á áhugaverðan hátt um guðfræðilega umræðu meðal ungs fólks með áherslu á endatímapælingar. Continue reading Dauðasíðan mín

Þrjú ár á annál

Í dag eru þrjú ár liðin síðan ég hóf skrif hér á annál og fékk varanlegt svæði fyrir færslur mínar. Þátttaka mín í vefskrifum á sér þó lengri sögu, en segja má að þau hafi hafist fyrir alvöru á umræðuþráðum strik.is meðan ég bjó í Danmörku veturinn 2000-2001. Þá gerði ég ýmsar tilraunir með eigin vefkerfi á simnet.is/jennyb um tíma og síðar á hvergikirkja.org. En hvað um það, 19. maí 2004 færði ég “merkilegustu” færslurnar af simnet-svæði konunnar og hóf skrif hér. Þegar ég leit yfir upphafsfærslurnar áðan var ein þeirra sem vakti sérstaka athygli mína, en það var færslan Að velta hlutunum fyrir sér. Þannig má segja að allt frá upphafi annálaskrifa minna hafi ég stefnt til náms hér í Trinity.

Þrátt fyrir að elli.annall.is sé aðalvettvangur minn í netheimum, er ekki svo að hann sé sá eini. Þannig opnaði fjölskyldan vefsvæðið hrafnar.net, með fréttum og myndum af fjölskyldunni í september 2005, þegar ljóst var að við værum á leið í nám erlendis. Í samvinnu við samnemendur mína í Trinity skrifaði ég um reynslu mína af hjálparstarfi í New Orleans á http://www.churchrespondstodisaster.blogspot.com/. Ég opnaði í nóvember 2006 blogsíðu til að tjá mig um fréttir á mbl.is, stöku sinnum set ég myndir á flickr-svæðið mitt og loks hef ég skrifað eina færslu í hvern flokk á tru.is.

Það er áhugaverð sjálfskoðun fólgin í að skoða eigið blogg, stara á sjálfsmynd sína og gleðjast yfir því sem maður sér, líkt og Narcissos, en ætli ég reyni ekki að forðast örlög hans og láta þessari færslu lokið.

Snilld

Árni Svanur benti mér á Parallels, þannig að ég ákvað að prófa að setja upp tilraunaútgáfu. Út af því ég var byrjaður setti ég líka upp VirtueDesktops, þannig að nú get ég hoppað á milli Windows og MacOs X með því einu að slá létt á skjáinn á fartölvunni minni.

Sofandi hlébarði

Þegar sonur minn braut skjáinn á iBook-vélinni minni á Gamlársdag, ákvað ég að vera fartölvulaus þar til Hlébarðinn kæmi í upphafi vormisseris, enda vel hægt að vera skrifborðsbundinn í mánuð eða tvo, og fá í staðinn fullkomið back-up kerfi og möguleikann á Boot-Camp fyrir Linux innbyggt í stýrikerfið. Nú er komið fram í apríl, hlébarðinn liggur enn í dvala og sinaskeiðabólgan að drepa mig ef ekki væri fyrir keiluhanskann á hægri hendi.

Það er því ljóst að fyrst hlébarðinn ætlar ekki að rísa úr dvala fyrr en í október, þá er fátt að gera annað en keyra upp í Easton eftir helgi og kaupa MacBook, losna úr fjötrum skrifborðsins og e.t.v. henda keiluhanskanum. Backup-ið býður þá bara fram á haust, og ég þarf hvort eð er ekkert á linux að halda.