KSS-kynning

Fyrir rúmlega 15 árum komum ég og Magnús Fjalar að kynningarmálum í KSS. Við hönnuðum og stóðum að hinni frábæru kynningu: “Ég vil þig fyrir vin”. Meðal þess sem við gerðum voru plaköt með mynd af agressívum banjóspilara af Strikinu sem brosti hinu svakalegasta brosi og horfði beint í myndavélina. Þetta er að mínu viti eitthvert skemmtilegasta KSS-plakatið ever og á pari við “Þau voru nakin” plakatið nokkrum árum síðar (sem er það flottasta). Continue reading KSS-kynning

Metnaður

https://www.youtube.com/watch?v=nc1eRmk7ijc

Það verður að viðurkennast að önnur auglýsingin er síst, en hrikalega er fyndið að eyða peningum í að gera grín að sjálfum sér að eyða peningum.

Ábyrgð í neyslusamfélagi

Pétur Björgvin vísar í og fjallar um áhugaverðan veruleika stórfyrirtækja í neyslusamfélagi samtímans. Þar sem samfélagsleg ábyrgð neytenda er notuð til markaðssetningar. Áhersla Hjálparstarfs kirkjunnar á FairTrade viðskipti og þátttaka m.a. Nóatúns í verkefninu er gott dæmi um þetta á Íslandi. Samfélagsleg ábyrgð einstaklinga er um margt annars konar á Íslandi en t.d. hér í BNA en það verður gaman að sjá hver þróunin verður.

Continue reading Ábyrgð í neyslusamfélagi

Vonum á West Ham!

Ég sé að 365 sýningunni er að ljúka. Er það rétt skilið hjá mér að Avion aka HF Eimskipafélagið, standi ekki vel? Er Decode ævintýrið endanlega að “feida út”? Gengu Sterling hugmyndir FL-Group ekki upp? Hvað þýðir þetta fyrir stöðu íslensku bankanna? Er e.t.v. eina vonin fólgin í West Ham?

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is

Óábyrg fréttamennska

Á Vísi.is er frétt í dag um að stjórnvöld hunsi ábendingar um rússneskar þyrlur í stað Super Puma eða Sikorksky. Það sem fylgir ekki er að “MI-172” þyrlurnar frá Kazan Helicopters hafa verið í stöðugri þróun síðustu ár og eru um það bil að fara að fá heimild rússneskra yfirvalda sem viðurkennt farartæki fyrir farþega.

Continue reading Óábyrg fréttamennska

Dómstóll fjölmiðla

Um leið og það er merkileg sú skoðun að fjölmiðlum beri að lúta stjórn Baugs, eins og ítrekað hefur komið fram, m.a. í því að tímarit Fróða séu tekin úr sölu í verslunum fyrirtækisins, starfsfólk Morgunblaðsins sé kallað á fund um ritstjórnarstefnu með yfirmönnum fyrirtækisins og Kastljósfólki RÚV sé óheimilt að fjalla um aðra þætti Baugsmálsins en fyrirtækinu hentar. Án þess að ég vísi til hinna fjölmiðlanna sem svo merkilega vill til að fyrirtækið á.
Continue reading Dómstóll fjölmiðla

Methagnaður KB-banka

Hagnaður KB-banka á fyrsta ársfjórðungi er sá hæsti í sögu félagsins á einum fjórðungi. Hagnaður eftir skatta 18,8 milljarðar króna eða 69% meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Sérstaka athygli vekur að gengishagnaður var 99% meiri en á sama tíma í fyrra eða 13,5 milljarðar króna og útskýrir algjörlega þennan methagnað bankans. Þessi aukni gengishagnaður á fyrsta ársfjórðungi stafar að langmestu leiti af stöðutöku bankans gegn íslensku krónunni. Það er eðlilegt að bankar leiti allra leiða til að auka hagnað sinn, líkt og Olíusjóðir, en af hverju spyr enginn spurninga?

Áhugaverður skortur á áhuga [breytt og bætt]

Í umræðum um stöðu íslensku krónunnar, illsku norðmanna og svo sem flestra annarra útlendinga hefur ekkert verið fjallað um þau orð eins bankastjóra íslensku bankanna að þeir hafi séð fyrir lækkun krónunnar og tekið stöðu með öðrum gjaldmiðlum fyrir síðustu áramót.

Continue reading Áhugaverður skortur á áhuga [breytt og bætt]

Hvað er á seyði hjá Flugleiðum? – II

Í maí 2004 velti ég fyrir mér hvað væri á seyði hjá Flugleiðum og ljóst að margt hefur gerst síðan það var skrifað. Í dag birtust í fjölmiðlum fréttir af hugsanlegum “samruna” Sterling og Icelandair, en slíkt myndi gerast með kaupum FL-Group á hlut Fons-félaga í Sterling.

Continue reading Hvað er á seyði hjá Flugleiðum? – II

Glíman við viðskiptasiðferði

Ég tók ákveðið til orða í máli mínu um ráðstefnu Glímunnar og fleiri um viðskiptasiðferði. Ég gaf mér tíma í gærkvöldi til að lesa innlegg Halldórs Reynissonar og Gylfa Magnússonar. Þriðja innleggið eftir Þröst Ólaf Sigurjónsson er hins vegar ekki þess virði að vísað sé á það á annálnum mínum.

Continue reading Glíman við viðskiptasiðferði

Árásir á Erfðagreiningu

Örn Bárður sér ástæðu til þess að ráðast harkalega að Íslenskri Erfðagreiningu í ummælum hér á vefsíðu minni fyrir nokkrum dögum. Ég er reyndar ekki mikill aðdáandi þess félags en sé mig tilneyddan til að svara ummælum Arnar þar sem í þeim felast að mínu mati órökstuddar fullyrðingar og árásir sem ástæða er til að leiðrétta. (Inndregin texti eru ásakanir Arnar.) Continue reading Árásir á Erfðagreiningu