Ég hef oft heyrt að BNA-búar séu byssubrjálaðir, en fyrstu vikurnar hér hafa svo sem ekki bent til þess. Reyndar var í fréttum í gær að byssubrjálæðingur hefði skotið löggu niður við Eastland Mall og síðan sér maður víða byssubannsmiða, t.d. á opinberum byggingum. En það er einmitt það byssubann.
Continue reading Byssubrjálæði
Trúaðir á ferð og flugi
Í leit sinni að nýjum markhópum hafa ferðaskrifstofur hér í BNA í auknum mæli beint augum sínum að trúfólki. Á sama hátt hafa skoðanamótandi trúarleiðtogar, s.s. J.Dobson, markaðssett kirkjumiðstöðvar sínar sem ferðamannastaði.
Continue reading Trúaðir á ferð og flugi
Fréttirnar með morgunmatnum
Helstu fréttir hér í Columbus að morgni þessa ágæta dags, eru um margt merkilegar og spennandi. Þær lýsa gagnrýnni þjóð, sem hefur samt á einhvern hátt tapað fyrir því sem gagnrýnt er. Þjóð sem veit að margt fer miður, er til í að ræða það – en hinn ósýnilegi fjöldi verður ekki sigraður.
Continue reading Fréttirnar með morgunmatnum
Tækifærisgjöf
Fyrir þann sem er að leita að tækifærisgjöf, er e.t.v. ekki vitlaust að líta á http://www.rainforestforever.org en ég sé fram á að varan þeirra gæti orðið jólagjöfin 2006.
One
Náðin
Þar sem ég reyni eftir mestum mætti að sinna verkefnum mínum í fæðingarorlofi og njóta þess sem BNA bíður upp á gefst mér ekki mikill tími til að blogga. Hins vegar hef ég í morgun lesið mér til gleði og ánægju hina stórkostlegu “The Lutheran Handbook” sem er hluti af “Here We Stand” fræðsluefni ELCA, sem ég hef fjallað um áður. Kaflinn um náðina er einfaldur en útskýrandi.
Continue reading Náðin
Mótsögn markaðarins
Okkur hjónum var boðið á laugardagskvöldið í mat til Kirtley-hjónanna, en dóttir þeirra Addie, er í bekknum hennar Önnu Laufeyjar. Í matarboðinu brutum við ýmsar grunnreglur sem gilda um heimboð til fólks sem við þekkjum lítið. Þannig var rætt bæði rætt um stjórnmál og trúmál í boðinu.
Continue reading Mótsögn markaðarins
Vegið að Vatnaskógi
Enn á ný birtast á prenti hugmyndir staðarhaldara á Saurbæ um að breyta hluta sumarbúðanna í Vatnaskógi í frístundabyggð. Þessar hugmyndir komu fyrst fram á aðalskipulagi fyrir 2-3 árum og var strax mótmælt harðlega af Skógarmönnum KFUM. Nú eru hugmyndirnar faldar í texta um breytingar á skipulagi frá 2014. Þannig er jarðvegurinn undirbúin fyrir aðra atlögu að því starfi sem unnið er í Vatnaskógi.
Lútherskur
Ég fór í MicroCenter í dag til að kaupa myndbandsupptökuvél. Þar hitti ég duglegan sölumann. Sá spurði hvaðan ég kæmi og ég kynnti mig frá Íslandi. Viðbrögðin hans voru endalaus skemmtileg, enda sagði hann. “Nú þá hlýtur þú að vera lútherskur.” Ég játaði því og sagðist reyndar vera á leið í nám í Trinity Lutheran Seminary.
Continue reading Lútherskur
Vantar þig…
Við hjónin erum að flytja af landi brott á annan í jólum eins og einhverjum er kunnugt, nú sitjum við uppi með nokkra hluti sem gott væri að koma í verð núna í kaupæðinu fyrir jólin.
Continue reading Vantar þig…
Your personality is…
Þorkell benti á The Three Question Personality Test. Það verður að segjast að hugmyndin er góð. Ég fer sömu leið og hann og feitletra það sem ég tók til mín.
Hver ertu eiginlega?
Ég flutti lokaprédikun í Grensáskirkju í morgun. Nú styttist í brottför og því varð úr að Ólafur fékk mig til að prédika í kirkjunni. Þetta er sennilega í 4 eða 5 skiptið á þremur árum sem ég fæ að stíga í stólinn.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
Á sóknarnefndarfundi í Grensáskirkju í gær, var ég formlega kvaddur og þökkuð góð störf í þágu Grensáskirkju s.l. 3 ár. Við það tilefni afhenti sóknarnefndin mér yndislega gjöf, listaverkið “Gef oss í dag vort daglegt brauð, eftir Þorgerði Sigurðardóttur frá 1996. Verkið er þrykkiverk, svokallað blindþrykk, sem er unnið á þann hátt að rist er djúpt í tréplötur og þrykkti með þeim á votan pappír svo að áferðin verður upphleypt.
Frábært frumkvæði
Sum verkefni vekja hjá mér aðdáun og stolt yfir því fólki sem ég mæti í hverdeginum. Continue reading Frábært frumkvæði
Um aumingjagæsku og hroka
Í orðum Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi í gær felst bæði í senn aumingjagæska og hroki gagnvart kirkjunni.
Nýtt landslag fyrir starfsfólk kirkjunnar
Starfsréttindi og kjör annarra stétta en presta hefur löngum verið vandamál í þjóðkirkjunni. Þannig hafa organistar, djáknar, kirkjuverðir og æskulýðsleiðtogar, svo einhverjir séu nefndir, þurft að berjast fyrir launum sínum hver í sinni sókn. Af þessum sökum hefur staða og starfsöryggi viðkomandi starfsmanna verið lítið. Continue reading Nýtt landslag fyrir starfsfólk kirkjunnar
Djáknar á kirkjuþing
Eitt af stóru málunum á Kirkjuþingi var um breytingar á starfsháttum þingsins. Fjölgað er á þinginu og auk þess er nú búið að opna fyrir setu djákna á Kirkjuþingi. Þetta er einhvert mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið til að viðurkenna stöðu djákna innan kirkjunnar.
Þjónandi prestar og djáknar hvers kjördæmis, kjósa úr sínum hópi einn kirkjuþingsmann fyrir kjördæmið og tvo til vara. Í 1., 2. og 3. kjördæmi skal þó kjósa tvo vígða menn og tvo til vara. Prestur sem settur er til þjónustu nýtur ekki kosningarréttar. Þó skal prestur sem settur er í embætti, þar sem ekki er skipaður prestur fyrir, hafa kosningarrétt í því kjördæmi sem hann þjónar í. Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, getur ekki greitt atkvæði fyrir það embætti. Prestur í launalausu leyfi eitt ár eða lengur, nýtur ekki kosningarréttar.
Prédikunin í kirkjum landsins
Það eru fleiri áhugaverðir punktar í ræðu biskups en ég nefndi í síðustu færslu:
Dægurmálaumræðan er oft fyrirferðamikil á prédikunarstólunum, með smá skvettu af kristilegu kærleikshjali í bland. En ef okkur tekst ekki að lyfta upp nafni, mætti og dýrð frelsarans Krists í orði og verki, þá höfum við í raun ekki annað fram að færa en það sem heimurinn nú þegar veit, þá erum við aðeins bergmál angurs eða umhyggju, reiði eða vona mannshjartans. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert, en Kristur dó ekki og reis af gröf til þess.
Við þetta er engu að bæta!
Að gefa sig að fátækum og þurfandi
Ræða Biskups í upphafi Kirkjuþings er spennandi og vel samin. Sérstaklega fannst mér áhugaverð tilvísun hans til greinar í The Guardian.
Hattersley bendir á að nærfellt allir þeir sem standa að þess háttar hjálparstarfi séu á vegum trúarsafnaða eða kirkjustofnana. Og hann bætir við, „áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka, – þess háttar fólks sem ekki einasta gerir lítið úr þeim sannindum sem trúarbrögðin standa fyrir, heldur telur þau standa gegn framförum og jafnvel vera undirrót ills.
Hvað er á seyði hjá Flugleiðum? – II
Í maí 2004 velti ég fyrir mér hvað væri á seyði hjá Flugleiðum og ljóst að margt hefur gerst síðan það var skrifað. Í dag birtust í fjölmiðlum fréttir af hugsanlegum “samruna” Sterling og Icelandair, en slíkt myndi gerast með kaupum FL-Group á hlut Fons-félaga í Sterling.