Náðin

Þar sem ég reyni eftir mestum mætti að sinna verkefnum mínum í fæðingarorlofi og njóta þess sem BNA bíður upp á gefst mér ekki mikill tími til að blogga. Hins vegar hef ég í morgun lesið mér til gleði og ánægju hina stórkostlegu “The Lutheran Handbook” sem er hluti af “Here We Stand” fræðsluefni ELCA, sem ég hef fjallað um áður. Kaflinn um náðina er einfaldur en útskýrandi.
Continue reading Náðin

Vegið að Vatnaskógi

Enn á ný birtast á prenti hugmyndir staðarhaldara á Saurbæ um að breyta hluta sumarbúðanna í Vatnaskógi í frístundabyggð. Þessar hugmyndir komu fyrst fram á aðalskipulagi fyrir 2-3 árum og var strax mótmælt harðlega af Skógarmönnum KFUM. Nú eru hugmyndirnar faldar í texta um breytingar á skipulagi frá 2014. Þannig er jarðvegurinn undirbúin fyrir aðra atlögu að því starfi sem unnið er í Vatnaskógi.

Continue reading Vegið að Vatnaskógi

Lútherskur

Ég fór í MicroCenter í dag til að kaupa myndbandsupptökuvél. Þar hitti ég duglegan sölumann. Sá spurði hvaðan ég kæmi og ég kynnti mig frá Íslandi. Viðbrögðin hans voru endalaus skemmtileg, enda sagði hann. “Nú þá hlýtur þú að vera lútherskur.” Ég játaði því og sagðist reyndar vera á leið í nám í Trinity Lutheran Seminary.
Continue reading Lútherskur

Gef oss í dag vort daglegt brauð

Á sóknarnefndarfundi í Grensáskirkju í gær, var ég formlega kvaddur og þökkuð góð störf í þágu Grensáskirkju s.l. 3 ár. Við það tilefni afhenti sóknarnefndin mér yndislega gjöf, listaverkið “Gef oss í dag vort daglegt brauð”, eftir Þorgerði Sigurðardóttur frá 1996. Verkið er þrykkiverk, svokallað blindþrykk, sem er unnið á þann hátt að rist er djúpt í tréplötur og þrykkti með þeim á votan pappír svo að áferðin verður upphleypt.

Continue reading Gef oss í dag vort daglegt brauð

Nýtt landslag fyrir starfsfólk kirkjunnar

Starfsréttindi og kjör annarra stétta en presta hefur löngum verið vandamál í þjóðkirkjunni. Þannig hafa organistar, djáknar, kirkjuverðir og æskulýðsleiðtogar, svo einhverjir séu nefndir, þurft að berjast fyrir launum sínum hver í sinni sókn. Af þessum sökum hefur staða og starfsöryggi viðkomandi starfsmanna verið lítið. Continue reading Nýtt landslag fyrir starfsfólk kirkjunnar

Djáknar á kirkjuþing

Eitt af stóru málunum á Kirkjuþingi var um breytingar á starfsháttum þingsins. Fjölgað er á þinginu og auk þess er nú búið að opna fyrir setu djákna á Kirkjuþingi. Þetta er einhvert mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið til að viðurkenna stöðu djákna innan kirkjunnar.

Þjónandi prestar og djáknar hvers kjördæmis, kjósa úr sínum hópi einn kirkjuþingsmann fyrir kjördæmið og tvo til vara. Í 1., 2. og 3. kjördæmi skal þó kjósa tvo vígða menn og tvo til vara. Prestur sem settur er til þjónustu nýtur ekki kosningarréttar. Þó skal prestur sem settur er í embætti, þar sem ekki er skipaður prestur fyrir, hafa kosningarrétt í því kjördæmi sem hann þjónar í. Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, getur ekki greitt atkvæði fyrir það embætti. Prestur í launalausu leyfi eitt ár eða lengur, nýtur ekki kosningarréttar.

Prédikunin í kirkjum landsins

Það eru fleiri áhugaverðir punktar í ræðu biskups en ég nefndi í síðustu færslu:

Dægurmálaumræðan er oft fyrirferðamikil á prédikunarstólunum, með smá skvettu af kristilegu kærleikshjali í bland. En ef okkur tekst ekki að lyfta upp nafni, mætti og dýrð frelsarans Krists í orði og verki, þá höfum við í raun ekki annað fram að færa en það sem heimurinn nú þegar veit, þá erum við aðeins bergmál angurs eða umhyggju, reiði eða vona mannshjartans. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert, en Kristur dó ekki og reis af gröf til þess.

Við þetta er engu að bæta!

Að gefa sig að fátækum og þurfandi

Ræða Biskups í upphafi Kirkjuþings er spennandi og vel samin. Sérstaklega fannst mér áhugaverð tilvísun hans til greinar í The Guardian.

Hattersley bendir á að nærfellt allir þeir sem standa að þess háttar hjálparstarfi séu á vegum trúarsafnaða eða kirkjustofnana. Og hann bætir við, „áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka, – þess háttar fólks sem ekki einasta gerir lítið úr þeim sannindum sem trúarbrögðin standa fyrir, heldur telur þau standa gegn framförum og jafnvel vera undirrót ills.

Continue reading Að gefa sig að fátækum og þurfandi

Hvað er á seyði hjá Flugleiðum? – II

Í maí 2004 velti ég fyrir mér hvað væri á seyði hjá Flugleiðum og ljóst að margt hefur gerst síðan það var skrifað. Í dag birtust í fjölmiðlum fréttir af hugsanlegum “samruna” Sterling og Icelandair, en slíkt myndi gerast með kaupum FL-Group á hlut Fons-félaga í Sterling.

Continue reading Hvað er á seyði hjá Flugleiðum? – II