Ég ber mikla virðingu fyrir Hrefnu Ólafsdóttur. Ég tók námskeið hjá henni í Félagsráðgjöf þar sem augu mín opnuðust fyrir ýmsum hlutum sem ég hafði ekki verið meðvitaður um áður. Það breytir því ekki að “mér finnst” eða öllu heldur “mér sýnist” fullyrðing hennar um tilfinningavanrækt börn er ekki vel undirbyggð. Það hafa orðið ótrúlegar breytingar á þjónustu við geðfötluð ungmenni á síðustu 20 árum. Svo mjög að tala má um byltingu á þessu sviði.
Áhugavert!
Það er mikið talað um Dawkins á Íslandi, minna reyndar annars staðar. Þar sem mér gafst tími til rétt í þessu og sá deilur um kauða, þá ákvað ég að fletta honum upp. Það voru sérstaklega tvær síður sem vöktu athygli mína. Continue reading Áhugavert!
Kaos
Ritskýring B.S. Childs á Exodus frásögunni talar um nýja sköpun Ísraels þjóðarinnar og tengir á áhugaverðan hátt P heimildina í Genesis 1 við frásögnina af því sem við köllum að öllu jöfnu för Ísraelsmanna yfir Rauða hafið. Hann horfir til þess að sköpunin í Genesis 1 hefst á því að Guð svífur yfir vötnunum og sköpunin felst á að koma skikki á vötnin sem standa í textanum fyrir óreiðu (kaos). Á sama hátt sýnir opnun “Rauða hafsins” að Guð ræður óreiðunni, jafnvel kaos vatnsins er honum undirgefið. Continue reading Kaos
Sumarbúðirnar hans Jesús
Ég fór með nokkrum skólafélögum á Jesus Camp í kvöld. Carlos lét ekki sjá sig enda lítt að treysta á hann (hugsanlega spoiler en þetta er heimildamynd svo…).
Jesus Camp
Fyrir nokkrum dögum myndaðist umræða um Jesus Camp á vef Carlosar. Ég nefndi þar að ef einhver hefði áhuga á að koma með mér á frumsýninguna hér í Columbus á morgun væri það velkomið. Ég hef ákveðið að bæta um betur, þar sem ég á nokkra miða á forsýningu í kvöld kl. 19:00 (kl. 23 að ísl. tíma). Ef þið hafið áhuga er ykkur velkomið að mæta um kl. 18:30 framan við Drexel Theater og ég reyni að redda ykkur inn.
Munur á rannsóknarforsendum og trú
Það er eitt að ganga út frá frumsendu/forsendu í rannsóknarskini og annað að trúa/líta svo á að hún sé rétt. Annað þarf ekki að útiloka hitt. En þetta tvennt er EKKI það sama.
Continue reading Munur á rannsóknarforsendum og trú
Mikilvægar vangaveltur
Bók Donald G. Luck, Why study Theology? er viðfangsefni mitt þessarar viku. En eftir tæpa 40 tíma þarf ég að skila 8-10 síðna pappír þar sem ég rýni bókina. Ein af vangaveltum Luck snertir á mikilvægum þætti í embættisskilningi kirkjunnar. Þýðingin er mín og því e.t.v. vafasamt að tengja textann Luck og bók hans.
Continue reading Mikilvægar vangaveltur
Vangaveltur um guðfræði
Grundvöllur guðfræðinnar er fjölþættari en reynsla/opinberun. Ritningar, hefðir og rannsóknir mynda þarna samspil. Ég tel eðlilegt að trú manna sé viðfangsefni fræðigreinar. Hins vegar tel ég ekki að fræðigreinin þurfi að samþykkja frumsenduna um Guð. Ég veit að Kristján Búason heldur því fram en ég er ekki sammála honum. Hann myndi hugsanlega segja að guðfræði án frumsendunnar um Guð sé ekki guðfræði heldur trúarbragðafræði og það má vera að eðlilegra sé að nota það hugtak.
Continue reading Vangaveltur um guðfræði
Heilög jörð
Útvarpsprédikun Hildar Eir Bolladóttur vakti nokkra athygli í liðinni viku, enda leitaði Hildur eftir að skilja og túlka eitt helsta deilumál síðustu ára í ljósi kenninga kirkjunnar. Þessi viðleitni er að sjálfsögðu virðingarverð, minnir á mikilvægi þess að kirkjan sé “up to date, festist ekki í fortíðinni og varnar Guði frá því að verða rykfallinn forngripur.
Continue reading Heilög jörð
Ófleyg orð
Atferlismarkmið, hegðunarmunstur, uppbygging reglukerfa samfélaga og viðhorf einstaklinga til nándar og viðmiðunarmarka eru án vafa viðfangsefni fræðigreinar sem leitast m.a. við að nálgast guðsmyndir trúarhópa, skoðar félagsgerðir trúarsamfélaga og reynir að textagreina helgirit til að öðlast skilning á veruleika guðsdýrkunar. (Halldór E. Guðmundsson djákni)
Vitnisburður
Ritningin er vitnisburðarbókmenntir, vitnisburðir um tilvik þar sem einstaklingar trúðu að þeir hefðu verið snertir af Guð. Í Nýja testamentinu er þessi snerting sérstaklega tengd við Jesús Krist.
Donald G. Luck, 1999, Why Study Theology?
After the flood all the colors came out
Það var magnað að sjá hér í sjónvarpi innlegg Green Day og U2 í kvöld við enduropnun SuperDome í New Orleans. En Edge hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu tónlistarlífs í borginni eftir flóðin í fyrra. Það er ekki minna magnað að sjá þetta þar sem ég stefni á að taka námskeið um hópslysaviðbrögð í New Orleans og taka þátt í enduruppbyggingarstarfi á svæðinu í tvær vikur á aðventunni.
Ríkisstjórakosningar
Það er áhugavert að fylgjast með ríkisstjórakosningunum í ríkinu sem færði G.W. Bush forsetaembættið. Spilling innan Repúblikanaflokksins, óánægja með Íraksstríðið sem hefur kostað marga Ohio-drengi lífið, skólamál og erfitt efnahagsástand eru meginþættirnir í baráttunni. Það virðist einsýnt að Ted Strickland flytji til okkar í Bexley og verði nágranni okkar næstu árin. Aldrei að vita nema hann verði með í Bexley Rec Soccer League.
Það hlýtur bara að vera eitthvað að
Það hlýtur bara að vera eitthvað að
Ég hef ekki lesið greinina í heild í Morgunblaðinu í dag, enda hættur sem áskrifandi. Hins vegar er merkileg þessi fortíðarþrá, sem alltaf er hægt að koma að. Ég ítreka það sem ég hef sagt áður og kemur reyndar fram í þessum kynningarstubb. Samfélagsleg umgjörð fyrir börn á Íslandi er ein sú allra besta í gjörvallri veröldinni ef ekki sú besta. Ég vil bæta við þessu. Á síðustu 10 árum hafa flestir foreldrar náð að mynda djúp og vönduð tilfinningatengsl við börn sín. Mikilvægur þáttur í því en alls ekki sá eini er fæðingarorlofið. Að reyna að mæla þessi tengsl með skeiðklukku er með ólíkindum heimskuleg aðferð.
Næst er það ÍA og Keflavík
Nú þarf að stefna að því að fella ÍA og Keflavík úr efstu deild að ári og treysta á að Þróttur R og Fjölnir komi upp. Með því móti verður Kaplakriki eini sveitavöllurinn sem þarf að spila á. Reyndar má deila um Kópavogsliðin en það er samt eiginlega úthverfi.
Mathákur og vínsvelgur
Sat í fyrirlestri um “The Historical Jesus” rétt í þessu. Þar voru kynntar fyrir okkur á áhugaverðan hátt, rannsóknir sagnfræðinga á því hvaða staðreyndir um Jesús séu taldar sagnfræðilega gildar. Þar er notast við kríteríur eins og fjölbreytni heimilda, markmið frásagnar, málfar og umhverfi, samhengi við aðrar sagnfræðilegar gildar niðurstöður og loks hvort frásögn rýmar við heimsmynd í kjölfar upplýsingar.
Continue reading Mathákur og vínsvelgur
Hrós
Það er gaman að fá hrós, það gerist alltaf öðru hvoru að einhver sjái ástæðu til að þakka mér eitthvað sem ég hef skrifað. Þó það verði að segjast að oft tek ég frekar eftir skömmunum. En ég er að vinna í sjálfsmyndinni þannig að það lagast. Continue reading Hrós
Játning mín
Ég trúi því að Guð hafi skapað allt sem er. Guð sem skapar er alltaf með, líkt og er lýst í Sálmi 139. Guð sem ég trúi á er raunverulegur, persónulegur og býður okkur að eiga samskipti við sig. Guð kallar okkur til að vera hendur hans á jörðu, hefur gefið okkur frelsi til góðs og ills.
Ég trúi því að Jesús Kristur hafi verið sonur Guðs, Orð Guðs, manneskja og Guð. Ég trúi því að Jesús hafi verið krossfestur og ég trúi því að Jesús hafi risið upp frá dauðum. Ég trúi því að upprisa Jesú Krists sé megininntak trúar minnar og sé uppspretta þeirrar vonar og náðar sem stendur öllum til boða. Ég tek undir orð Páls postula að án upprisunar sé trúin ónýt.
Ég lít á hugtökin náð og von sem meginhugtök trúar minnar. Ég lifi í náð Guðs og þarf ekki að óttast neitt og lifi í von um að vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna verði í lífi allra manneskja.
Ég trúi því að heilagur andi leiði okkur í lífinu, hjálpi okkur til að sjá vilja Guðs og kalli okkur til góðra verka.
Ég trúi á heilaga þrenningu sem birtingarmynd hins fullkomna samfélags, án þess þó að ég skilji hugtökin sem lýsa henni til fulls.
Ég horfi á Biblíuna sem vitnisburð um Orð Guðs, Jesús Krist. Ég veit að hún var skrifuð af manneskjum, en trúi því að þær hafi með hjálp heilags anda leitast við að birta í skrifum sínum sanna mynd af Guði.
Ég lít á sakramenti kirkjunnar, skírn og heilaga kvöldmáltíð sem bindandi fyrir manneskjur til að nálgast Guð. Ég hafna því um leið að athafnir fólks takmarki möguleika Guðs til að leiða fólk eftir sínum vilja.
Ég tel að við getum nálgast Guð og skynjað í náttúrunni, í bókmenntatextum, í tónlist, í hvers kyns helgihaldi, í íþróttum og hvar annars staðar þar sem við erum og förum. Um leið trúi ég því að aðeins fyrir upprisu Krists séum við fullkomlega frjáls.
Trú mín kallar mig til ábyrgðar á umhverfi mínu, náunga mínum, hverjum þeim sem ég mæti. Hún kallar mig til að leitast við að gera heiminn að betri stað, þar sem vilji Guðs ríkir.
Þessi trúarjátning er færð í orð, 17. september 2006. Hún er ekki endanleg enda eru ávallt takmörk á orðaðri trúarjátningu. Rétt er að taka fram að það er með vilja að ég opna ekki fyrir umræðu um þessa trúarjátningu. Ef vilji er til að ræða framsetningu slíkra játninga bendi ég á færsluna hér á undan, Uppgötvun um játningar. [BREYTT, kl. 23:30]
Uppgötvun um játningar
Eitt af því sem stundum er gert, t.d. í nýju fræðsluefni fyrir fermingarfræðslunámskeið í Vatnaskógi, er að fá einstaklinga til að orða eigin trúarjátningu. Spennandi leið til að fá fólk til að svara því á hvað þeir trúa. Þrátt fyrir að játningastöðin í messuratleiknum í Vatnaskógi sé að einhverju leiti mín hönnun, þá var ég að uppgötva í umræðum hér á vefnum að ég sjálfur hef aldrei skráð niður, alla vega hér á annálum mína eigin játningu.
- Hvað er það sem ég trúi á?
- Hverjar eru mínar dogmur?
Vangaveltur um stöðu Biblíunnar
Arnold heldur áfram að velta fyrir sér umræðum okkar á Vantrúarvefnum. Umræðurnar má sjá á annálnum mínum. Það er gaman að segja frá því að eitt verkefnanna sem ég á að skila á þriðjudaginn í skólanum hefur áhugaverðan snertipunkt við samræðurnar.
Continue reading Vangaveltur um stöðu Biblíunnar