Metnaður

https://www.youtube.com/watch?v=nc1eRmk7ijc

Það verður að viðurkennast að önnur auglýsingin er síst, en hrikalega er fyndið að eyða peningum í að gera grín að sjálfum sér að eyða peningum.

Tvíhyggja: til minnis og skoðunar

Í vangaveltum um tvíhyggju hér á vefnum fyrir nokkrum mánuðum gerði ég mig sekan um naivisma, svo sem ekki í fyrsta sinn. Aðgreining í “objectivan” og mælanlegan veruleika annars vegar og ómælanlegan fullkomlega afstæðan hins vegar, t.d. tilfinningar, viðhorf og mat (e. evaluation) er að sjálfsögðu ekkert annað en birtingarmynd tvíhyggjunnar í hugmyndum Descartes. Þegar kemur að veruleikanum, einstaklingunum, aðstæðunum, kemur síðan glögglega í ljós að svona hugmyndir eru marklausar, nema sem hluti af þörf mannsins til flokkunar og greiningar.

Fjárhagslegar forsendur

Þegar ég var að borða morgunmatinn minn í morgun fór ég að hugsa um fjárhagslegar afleiðingar þess að sóknargjaldafyrirkomulagið yrði lagt niður fyrir söfnuðina aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna veit ég ekki en stundum hugsar maður skrítnar hugsanir. Eins og staðan er nú þá er gjaldið tæpar 9.050 krónur á hvert sóknarbarn 16 ára og eldra, eða rétt rúmar 750 krónur á mánuði. Þetta merkir að söfnuður með 4000 sóknarbörn er að fá um 36 milljónir króna á ári. Af því rennur í dag 5% í rekstur prófastsdæmisins sem heildar. Ljóst er að þessi 5% yrðu slegin af fyrst, alla vega að hluta. Sameiginleg verkefni eins og fermingarnámskeið í Vatnaskógi, flökkusöngvari og ÆSKR myndu hverfa af verkefnaskrá prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmunum, hið sama má segja um menntaferðir og menningardaga. Eitthvað af þessu myndi aðeins hverfa tímabundið, annað yrði samstundis fjármagnað innan hvers safnaðar s.s. fermingarnámskeiðin.

Continue reading Fjárhagslegar forsendur

Ábyrgð í neyslusamfélagi

Pétur Björgvin vísar í og fjallar um áhugaverðan veruleika stórfyrirtækja í neyslusamfélagi samtímans. Þar sem samfélagsleg ábyrgð neytenda er notuð til markaðssetningar. Áhersla Hjálparstarfs kirkjunnar á FairTrade viðskipti og þátttaka m.a. Nóatúns í verkefninu er gott dæmi um þetta á Íslandi. Samfélagsleg ábyrgð einstaklinga er um margt annars konar á Íslandi en t.d. hér í BNA en það verður gaman að sjá hver þróunin verður.

Continue reading Ábyrgð í neyslusamfélagi

Skókassajól í New Orleans

Síðasta sólarhringinn okkar í New Orleans, gafst tækifæri til að hjálpa Peace Lutheran Church í Slidell við að koma út jólapökkum, sem hafa streymt þangað í skókössum síðustu vikur. En kassarnir koma frá kirkjum vítt og breitt í Bandaríkjunum sem hafa það sem hefð að útbúa jólagjafir handa börnum sem búa við erfiðar aðstæður og hefðu að öðrum kosti ekki tækifæri til að fá gjafir þessi jól. Við tókum skókassana til Common Ground Relief í Lower Ninth Ward, en á því svæði var fátæktin hvað mest fyrir Katrínu og ástandið er síst skárra í dag. Þar var kössunum, fatapokum og þrifefnum fagnað mjög, og vonandi að þeim gangi vel að deila út pökkunum til skjólstæðinga sinna.

Hope

All who believed were together and had all things in common; they would sell their possessions and goods and distribute the proceeds to all, as any had need. Day by day, as they spent much time together in the temple, they broke bread at home and ate their food with glad and generous hearts, praising God and having the goodwill of all the people. And day by day the Lord added to their number those who were being saved. (Acts 2) Continue reading Hope

Hann kom (og fór)

Hún er hvít, miðaldra lögfræðingur í góðu starfi. Hún slapp úr húsinu sínu, á sundi, vatn upp í handarkrika. Vegna sjúkdóms gat hún ekki keyrt burtu. Á laugardeginum þegar hún áttaði sig á umfangi veðursins, byrjaði að hringja í kunningja til að snapa sér far. Það tókst ekki. Hún hélt til heima hjá sér en áttaði sig á því á þriðjudagsmorgni snemma, deginum eftir storminn sjálfan, að vatnið var byrjað að hækka ískyggilega. Continue reading Hann kom (og fór)

Shit!

Þau voru búin að vera par í 3-4 ár, keyptu sér hús í byrjun árs 2005. Gerðu það upp, settu barborð í stofuna á móti arninum, endurgerðu timbrið í kringum hurðir, settu nýja útidyrahurð, nýtt teppi í stofuna. Einbýlishúsið þeirra í hverfinu þar sem hann ólst upp var geggjað. Reyndar ekki sundlaug í garðinum eins og hjá nágrannanum, en samt. Þrjú svefnherbergi, einfaldur bílskúr, flott sjónvarp. Continue reading Shit!

Afraid of Fraud

Being afraid, being very afraid* is almost a mantra in the western world today. And sometimes it seems that what we are most afraid of is someone else getting more then she/he deserves. As a reply to our tendency to be afraid, be very afraid, the angel sits in the tomb and says: “Do not be afraid.” And he goes on and tells us why: “Jesus is not here; for he has been raised.” Continue reading Afraid of Fraud

Trúarlegt stef í Frjálslynda flokknum

Eitt af þekktari stefjum trúarbragðasögunnar tengist réttbornum erfingja. Hver leiðir hjörðina þegar ætthöfðinginn fellur frá? Sagan af Sál, Davíð og Jónatan er þekkt, Jakob og Esaú er annað. Við gætum bent á syni Abrahams, Ísak og Ísmael. Í Postulasögunni má sjá Jakob bróður Jesú og Jerúsalemkirkjuna etja kappi við Pál og félaga í gríska arminum, deilur um réttan arftaka Múhammeðs, sem leiddi til klofnings múslima í Shita og Súnnita er enn eitt dæmið.

Trúarbragðasagan og frásagnir Biblíunnar sýna okkur að blóðerfinginn, sá sem er réttborinn erfingi lýtur ávallt í lægra haldi fyrir leiðtoganum sem er kallaður til verksins, vegna karisma. Þannig er það Davíð sem verður konungur eftir Sál, en ekki Jónatan. Jakob hlýtur arfinn, Esaú er svikinn. Ísak, yngri sonurinn er ætthöfðingi Ísraels, Ísmael lifir í eyðimörkinni. Jerúsalemkirkjan lýtur í lægra haldi fyrir Páli.

Það virðist því næsta ljóst ef litið er til trúarbragðasögunnar að tími Margrétar sé liðinn í Frjálslynda flokknum.

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við “Margrét segir eðlilegt að sækjast eftir embætti varaformanns.”

Laughing on the levee (or not)

(Nú í byrjun desember verð ég á námskeiði á vegum skólans sem ber heitið How Church Responds to Disaster. Námskeiðið er haldið í Slidell í Louisiana. Hluti af skyldum okkar á námskeiðinu er að skrifa bloggfærslur um upplifun okkar. Ég mun birta færslurnar mínar hér á annál.is einnig. Þar sem ég skrifa færslurnar á ensku á opinbera síðu námskeiðsins, mun ég birta þær einnig hér á ensku. Hugsanlega mun ég síðar þýða og endurskrifa þær á íslensku. En það er þó alls óvíst.)

It was interesting to see five college girls talking and laughing on the levee of Mississippi River, in the French Quarter, asking a man walking by to take their picture. They were probably students on a holiday, having fun in the lively downtown of New Orleans. A city center unlike any other I have seen in the States, live music on every corner, mimics and acrobats doing their acts.
Continue reading Laughing on the levee (or not)

Missti allt

þad er otrulegt ad koma hingad til New Orleans og sja ad þratt fyrir ad ymislegt hafi verid lagad, þa er eydileggingin synileg alls stadar, aud hverfi, onyt hus og hruninn auglysingaskilti nu 460 dogum eftir Katrinu. Vid forum i dag til Missisippi en tar for midja Katrinar yfir. þegar vid keyrdum eftir strondinni vantadi um fjorar eda fimm husradir naest sjonum, allt farid, nema reyndar eitt og eitt hus an framhlidar og þaks sem standa eins og til ad syna hversu stor einbylishusin voru. Finu draumahus ellilifeyristeganna ekki olik husunum i Bexley ad staerd, horfin. Continue reading Missti allt

Vonum á West Ham!

Ég sé að 365 sýningunni er að ljúka. Er það rétt skilið hjá mér að Avion aka HF Eimskipafélagið, standi ekki vel? Er Decode ævintýrið endanlega að “feida út”? Gengu Sterling hugmyndir FL-Group ekki upp? Hvað þýðir þetta fyrir stöðu íslensku bankanna? Er e.t.v. eina vonin fólgin í West Ham?

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is

Ég vildi að ég hefði haft rangt fyrir mér

Ég hef nokkrum sinnum skrifað færslur hér á vefnum, sem ég hef séð eftir en líklega er óhætt að segja að fáar hafi verið jafn erfiðar og sú sem innihélt þessar línur.

Þessu heldur hann á lofti á sama tíma og embættið hans er í kæruferli fyrir brot á jafnréttislögum, þar sem karl var tekin fram yfir konu, þrátt fyrir meiri menntun og reynslu konunnar.

Í dag féll dómurinn í Hæstarétti. Ég vildi óska þess að ég hefði haft rangt fyrir mér og þessi færsla væri formleg afsökunarbeiðni, en því miður reyndust orðin í upphaflegu færslunni rétt.

Fjöldi í þjóðkirkjunni

Á trú.is er spurt um fjölda í þjóðkirkjunni nýlega. Ég verð að viðurkenna að mér brá þó nokkuð að hlutfallstalan sé komin undir 85%. Þar sem ég hef gaman af tölum og mér þykir þetta merkilega hröð (en eðlileg þróun). Þá ákvað ég að líta á aðra þætti varðandi trúfélagafjölda.
Continue reading Fjöldi í þjóðkirkjunni