Mikið er talað um Baug Group og yfirráð þeirra í íslensku viðskiptalífi. Hvað það er sem fyrirtækið á og hversu miklu þeir ráða hlýtur að vera áhugaverð spurning. Continue reading Hvað á Baugur?
Author: Halldór Guðmundsson
Rekstur og viðhald eigna
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra afmarkast af Elliðaám í austri, bæjarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs í suðri og sjónum í vestur og norðurátt. Á þessu svæði eru 10 sóknarkirkjur.
Anna tapar tönn
Anna Laufey dóttir mín tapaði fyrstu tönninni sinni í gær, mánudaginn 24. maí. Ég reyndar hef ekki enn séð gatið, enda var ég staðsettur í FÆF-ferð sem tókst með mikilli prýði. Að ferðinni lokinni fór ég beint í vinnuna. Þar sit ég nú og heyri óminn af litlum suzuki-fiðlum sem spilað er á í kirkjuskipinu.
Æfingar í verðmati
Undir liðnum Viðskipti hyggst ég leggjast í æfingar á greiningu fyrirtækja á Íslandi. Liðnum er ætlað að vera mér til skemmtunar og ánægju, ásamt því að viðhalda greiningarþekkingu minni. Öllum er frjálst að skrá ummæli um greiningarnar og benda á þá þætti sem skortir í greininguna.
Ég mundi ekki sjálfur nota greiningar mínar sem grunn fyrir verðbréfaviðskipti.
Hvað er á seyði hjá Flugleiðum?
Sumarið 2002 var gengi Icelandair í sögulegu lágmarki og fór niður fyrir 2 krónur á hlut. Nú tæpum tveimur árum síðar, nánar tiltekið 17. maí s.l. seldi Baugur Saxhóli bréf á 9 krónur hvern hlut, en það er meira en fjórföldun á verðmæti fyrirtækisins. Continue reading Hvað er á seyði hjá Flugleiðum?
The Matrix
Í lok janúar 2003 fór ég á ráðstefnu fyrir æskulýðsfulltrúa sem var haldin í High Leigh Christian Conference Centre í Englandi. Pétur Björgvin vildi heyra meira um ráðstefnuna og því skelli ég þönkum mínum hér.
Vinstri – hægri
Það er áhugavert hvernig hugtökin vinstri-hægri hafa tilhneigingu til að breyta merkingu eftir hentugleika þess sem tjáir sig. Skrif eins ummælamanns á vef Binna útskýra þetta vel. Continue reading Vinstri – hægri
Áhugaverðar ráðstefnur
Framundan eru tvær áhugaverðar ráðstefnur um æskulýðsstarf í Bretlandi.
Bandarísk nútímalist
Fjölskyldan fór á Listasafn Íslands í gær. Sem betur fer er þar barnahorn, því ekki var allt við hæfi 5 ára sem þar var sýnt.
Fíll
Ég fór á myndbandaleiguna áðan og tók myndina Fíll (e. Elephant) eftir Gus Van Sant. (Spolier)
Um stjórnarskrárbrotsrökin
Grétar H. Gunnarsson guðfræðinemi bendir mér á að í umfjöllun mína um fjölmiðlafrumvarpi vanti eina forsendu gagnrýnenda frumvarpsins. Þ.e. um sé að ræða stjórnarskrárbrot og því séu lögin ekki í lagi.
Vangaveltur um fjölmiðlafrumvarp
Þessi texti er endurskrifaður af eldri síðu. Hann var m.a. ræddur af Torfa og Skúla í upprunalegri mynd hér.
Ég hef heyrt og lesið fjölmarga sem eru af hjarta á móti fjölmiðlafrumvarpinu. Enda ekki erfitt að sjá eða heyra einn af 200 þúsund Íslendingum sem hafa þá skoðun. Ég hef verið ítrekað spurður hvers vegna ég sé því meðmæltur. Ég hyggst nálgast spurninguna með neikvæðum formerkjum. Af hverju ætti mér að mislíka frumvarpið. Mér sýnist að skipta megi gagnrýninni upp í fjóra þætti: Continue reading Vangaveltur um fjölmiðlafrumvarp
Kristileg satírsíða
Allir þekkja Landover Baptist en ég dag var mér bent á http://ship-of-fools.com. Kristilega satírsíðu sem mér sýnist á öllu að sé ekta.
Djáknar á Íslandi
Frá 1995 (9 ár) þegar fyrstu djáknarnir voru vígðir eftir að námið var tekið upp við Guðfræðideildina hafa 8 af 20 söfnuðum í Reykjavíkurprófastsdæmum ráðið djákna til starfa. Aðeins eru starfandi djáknar í fjórum af þessum kirkjum í dag. Einn búin að segja upp, annar í 15% starfi og sá þriðji búin að starfa rétt rúma 13 mánuði.
Sömu sögu má segja úr öðrum prófastsdæmum, alls hafa 10 söfnuðir utan Reykjavíkurprófastdæmis vestra ráðið djákna og af þeim eru fimm með djákna í dag.
Meðal starfstími æskulýðsfulltrúa í söfnuðum í ensku biskupakirkjunni í Englandi er 18 mánuðir. Helsta ástæða þess að þeir hætta er að starfsumhverfið gerir ekki ráð fyrir þeim. Ég hef áhyggjur af að þetta sé einnig raunin með djáknanna í íslensku þjóðkirkjunni. (Upphaflega skrifað 31. mars 2004)
Ekki frétt
Morgunblaðið birtir í dag frétt um neikvæð tengsl tónlistarnáms og vímuefnaneyslu . Þetta er EKKI frétt. Staðreyndin er einfaldlega sú að börn sem eru í góðum tengslum við foreldra sína eru líklegri til að nota ekki vímuefni.
Það á að öllu jöfnu við um tónlistarnemendur, sérstaklega í efri bekkjum grunnskóla. Þau þurfa skilning og stuðning foreldra sinna til að geta sinnt náminu sem skyldi.
Námið er fokdýrt sem segir okkur að viðkomandi foreldrar hafi MEIRI peninga milli handanna en gengur og gerist. Þá er mikilvægt að foreldrarnir þurfa að gefa sér tíma til að taka þátt í náminu að einhverju leiti. Það hefði verið frétt og það stórfrétt ef ekki hefðu verið neikvæð tengsl milli vímuefnanotkunar og tónlistarnáms. (Upphaflega skrifað 22. febrúar 2004)
Skuldir safnaða
Það eru fimmtán söfnuðir á Íslandi sem skulda meira en áttföld sóknargjöld og eiga því enga von um að geta nokkurn tíma greitt skuldir sínar, nema að LOTTO komi þeim til bjargar. Um leið og staða þeirra er slæm, valda þeir ómældum andvökunóttum fyrir sóknarnefndarfólkinu í viðkomandi söfnuðum og pirringi þeirra sem fá ekki skuldir sínar borgaðar.
Af þessum fimmtán söfnuðum skulda tíu þeirra minna en 4.000.000 króna. Hér er því um gott tækifæri að ræða fyrir kirkjustjórnina til að bjóðast til að greiða upp skuldirnar, gefa ríkisvaldinu friðaðar kirkjur sem eru að sliga þessa söfnuði og sameina þessa fámennu gjaldþrota söfnuði við aðra stærri í nágrenninu. Þessi aðgerð myndi kosta 22.000.000 króna og líf fjölda fólks yrði einfaldara og þægilegra.
Hinar fimm sem fylla þennan lista þarfnast annarra aðgerða, hvaða aðgerðir þarf þar er flóknara mál. (Upphaflega skrifað 27. janúar 2004).
Að velta hlutunum fyrir sér
Það er alltaf gaman að velta hlutunum fyrir sér. Það gæti t.d. verið gaman að fara í nám í lútherskum leikmannafræðum í BNA. En Trinity Lutheran Seminary í Columbus Ohio býður einmitt upp á slíkt nám í samstarfi við Capital University.
Fyrir Tuma bróður og aðra áhugamenn um gæði háskóla, þá er Capital ekki á listanum frá Háskólanum í Shanghai en Ohio State í Columbus sem er í sömu borg og reyndar rétt í nágrenninu nær þar 81 sæti. (Upphaflega skrifað 23. janúar 2004)
Réttindaskrifstofa æskulýðsleiðtoga
Ég hitti Claire hjá Amaze á ráðstefnu í janúar. Veffang Amaze er www.amaze.org.uk. Hlutverk Amaze er að hafa aðgengilegt á einum stað, réttindi og skyldur kirkjulegra æskulýðsstarfsmanna.
Hvernig kristin(n) ertu?
Það er alltaf gaman að góðum netskoðunum. Núna veit ég til dæmis að ég er framsækinn kristinn maður, sem ber fyrir brjósti félagslegt réttlæti og virði þá sem eru annarrar trúarskoðunar en ég sjálfur. Ég veit ekki hvort allir taki samt undir þetta. En könnunin er á Christianity.about.com. (Upphaflega skrifað 18. nóvember 2003)
Alltaf gaman af pabba mínum
Ég var að leita að mynd af föður mínum á netinu, þegar ég rakst á frásögn í Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. Þar er eldri kona í nostalgíukasti yfir fornri tíð og rifjar upp vísu um hann föður minn.
Keppa þær um lífsins lán
lærðan, slyngan guma
eins og mý á mykjuskán
meyjar í kring um Tuma.
Þetta vissi ég ekki um hann pabba. 🙂