Mikilvægi umræðunnar

Umræðan um aðkomu kirkjunnar að opinberum grunnskólum hefur nú um skeið verið leidd af vantrúarmönnum hér á vefnum sem hafa gagnrýnt þá aðkomu harkalega eins og vænta má. Ég velti hins vegar fyrir mér hvort ekki sé nauðsynlegt að taka umræðuna alvarlega upp innan kirkjunnar. Það þarf að svara hvað felst í hugmyndum um nánara samstarf og leitast við að fylgja eftir þeim samþykktum sem gerðar hafa verið.

Continue reading Mikilvægi umræðunnar

Að gefa sig að fátækum og þurfandi

Ræða Biskups í upphafi Kirkjuþings er spennandi og vel samin. Sérstaklega fannst mér áhugaverð tilvísun hans til greinar í The Guardian.

Hattersley bendir á að nærfellt allir þeir sem standa að þess háttar hjálparstarfi séu á vegum trúarsafnaða eða kirkjustofnana. Og hann bætir við, „áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka, – þess háttar fólks sem ekki einasta gerir lítið úr þeim sannindum sem trúarbrögðin standa fyrir, heldur telur þau standa gegn framförum og jafnvel vera undirrót ills.

Continue reading Að gefa sig að fátækum og þurfandi

Widgets

Sumir bloggarar reyna að slá sig til riddara með vantrúarrausi um Steve Jobs og snilligáfu hans, það er sama hversu fegurðin er mikil sumir trúa ekki. Fyrir okkur hin þá verð ég að benda á Widgets sem er hluti af nýja Tiger-stýrikerfinu, Dashboard-ið og smádótið sem má setja á það er einfaldlega snilld.

Ótrúleg umræða

Nú liggur það fyrir að Birgir vantrúarsinni byggir hugmyndir sínar um sköpunarsöguna á þeirri boðun sem enn er lifandi í huga hans úr sunnudagaskóla. Þannig fullyrðir hann að kirkjan hafi um allar aldir túlkað sköpunarsögu 1. Mósebókar bókstaflega, því þannig nálgaðist að hans mati sr. Árni Pálsson sögurnar í samtali við börn í kringum 1970. Hann reyndar gengur lengra. Hann yfirfærir minningar sínar úr sunnudagaskóla yfir alla presta á 20. öld og fullyrðir að þeir hafi verið sköpunarsinnar. Continue reading Ótrúleg umræða

Fegurðin í hlutunum

Stundum er eins og allar fréttir séu slæmar, pirringurinn ræður ríkjum á annálnum mínum og það er ekkert gaman. En þá skyndilega birtist fegurðin og snilldin í sinni skírustu mynd. Hvernig er hægt að vera leiður þegar svona hlutir birtast.

Annars, jú, það er auðvitað sorglegt að enn skuli vera til fólk sem vafrar um í vantrú og efa og missir af fegurðinni.