Fyrir nokkrum árum var lausnarorð kirkjunnar á Íslandi safnaðaruppbygging. Síðan þá hafa reyndar aðrar nálganir birst, þannig var Stefnumótunarvinna, hugtakið fyrir tveimur árum og er að einhverju leiti enn. Continue reading Safnaðaruppbygging
Category: Íslenska
Hlutfall kvenna á alþingi
Það er áhugavert að skoða hvernig hlutfall kvenna á Alþingi sveiflast eftir könnunum. Þannig taldi ég saman stöðuna skv. könnun í Fréttablaðinu, 22. apríl, sem sýndi skammarlega útkomu Samfylkingarinnar. En staðan önnur nú þremur dögum fyrir kosningar.
Skv könnun í dag skiptist hlutfall kvenna svona á milli flokka
Sjálfstæðisflokkur 26 þingmenn, 8 konur (31%)
Framsókn 9 þingmenn, 4 konur (44%)
Frjálslyndir 3 þingmenn 1 kona (33%)
Samfylkingin 17 þingmenn, 6 konur (35%)
Vinstri-græn 9 þingmenn, 4 konur (44%)
Þannig eru konur 23 af 63 þingmönnum eða 37% af heildarfjölda. Það er enn vandamál að sjá hvernig Samfylkingin getur haldið á lofti fullyrðingum um jafnréttissinnaðan flokk, sér í lagi þegar horft er til landsbyggðarinnar, Sjálfstæðisflokkurinn sýnir sitt rétta föðurlega andlit en Frjálslyndir koma skemmtilega á óvart. Líklega í fyrsta og eina skiptið. Framsókn og Vinstri-græn standa sýna plikt og kemur svo sem ekki á óvart.
Að vera velkomin(n) á forsendum hvers
Ég var að lesa Letty Russell fyrir tíma í Systematic Theology í kvöld og rak augun í þetta.
The practice of hospitality is just as subject to deformation and misuse as any other aspect of the life of the church. Like election, hospitality can be turned into a means of domination and prestige. This happens when those offering hospitality do so on their own terms instead of in dialogue with those who have been excluded or/and dominated.
Bifrastarprófið
Ég hyggst ekki kjósa að þessu sinni, en ákvað þess í stað að taka Bifrastarprófið góða. Enda alltaf gaman að sjá með hverjum ég á samleið. Niðurstaðan er hins vegar ekki mjög samleiðarleg. Ég á reyndar 40% samleið með Íslandshreyfingunni, en þar sem um er að ræða eins máls flokk og ég er ósammála honum í aðalbaráttumálinu, þá virkar könnunin ekki alveg hvað það varðar (ég hef raðað flokkunum í röð eftir %-tölu).
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 23%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Ég ákvað því að reyna aftur og sjá hver niðurstaðan yrði við aðra tilraun enda var ég í vafa um nokkur atriði og þá kom þetta í ljós.
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 28%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Niðurstaðan er því sú að ég á samleið með Íslandshreyfingunni í 2 málum af hverjum 5, og hún kemst næst því að vera það stjórnmálaafl sem ég hallast að. Það hlýtur að vera pláss fyrir flokk á mínum slóðum.
Í rakarastólnum
Þegar ég settist í stólinn hjá rakaranum mínum í morgun, var ég fljótur að tengja hvert umræðuefnið var. Sjálfsvíg eru nefnilega ekki daglegur veruleiki íbúanna í Bexleybæ. Hann var nemandi í Capital, á síðasta ári. Continue reading Í rakarastólnum
Bandaríkin
Í dag fékk ég að gjöf í skólanum 4 miða á leik í AAA-atvinnudeildinni í hafnabolta (Baseball), en Columbus Clippers er nafn atvinnuliðsins hér í Columbus. Miðarnir giltu bara í kvöld þannig að við ákváðum að skella okkur á leikinn og stoppa í c.a. tvo tíma, en leikurinn stendur eitthvað lengur. Við fórum því öll og stefndum á fjölskyldusvæðið í stúkunni. Þetta er einhver amerískasta upplifun sem ég hef um ævina átt, og hef þó búið hér í tæplega 1 og 1/2 ár. Continue reading Bandaríkin
Vefsíður um Islam í Evrópu og reyndar fleira
Ég var spurður fyrir nokkrum dögum um heimildir og texta sem ég notaði í ritgerðinni minni um Islam í Vestur-Evrópu. Ég hyggst ekki birta efni úr henni eða heimildaskrá fyrr en að lokinni yfirferð kennarans, en hér eru hins vegar nokkrar vefsíður sem ég gluggaði í, meðan á vinnunni stóð. Sumar eru gagnlegar en aðrar minna. Continue reading Vefsíður um Islam í Evrópu og reyndar fleira
Luther-project
Í dag fékk ég til baka verkefni í grunnnámskeiði í Kirkjusögu II við Trinity Lutheran Seminary. Verkefnið fólst í því að kynna líf og starf Luther á aðgengilegan máta fyrir einhverja. Ekki alveg “akademískt” rannsóknarverkefni, en samt sem áður mikilvægt. Continue reading Luther-project
Þá er það frá
Fyrir þremur tímum sendi ég tölvupóst til kennarans míns í námskeiði um Trúarbrögð hjá Theological Consortium of Greater Columbus en námskeiðið er kennt í Guðfræðiskóla katólsku kirkjunnar hér í Mið-Ohio. Continue reading Þá er það frá
Christa
Í tíma í Systematic Theology II barst bronsstytta Edwina Sandys í tal, en hún vakti upp mikil viðbrögð þegar hún var sýnd, styttan þ.e., í St John the Divine kirkjunni í New York. Styttan er nú staðsett í Yale Divinity School.
Tölvukennarinn minn missir vinnuna
Einn af minnistæðustum kennurum mínum í MR, kenndi mér tölvufræði í 4. bekk. Hann var í sjálfu sér litlu eldri en við, var nemandi í tölvunarfræði í HÍ og kenndi okkur pínulítið í Pascal forritun og ef ég man rétt DOS-bókina hans Davíðs Þorsteinssonar eðlisfræðikennara. Tölvuverið var svo sem ekki mikið til að hrópa húrra fyrir, málið var grænir skjáir og Word for Dos sem var reyndar hluti af kennsluefninu. Continue reading Tölvukennarinn minn missir vinnuna
Um ótrúlegan ósveigjanleika
Núna um helgina er ég að skoða stöðu Múslíma í vestur Evrópu af fullum krafti, verkefni sem ég hef verið með annað augað á undanfarna 2 mánuði. Múslímar hafa mátt glíma við ýmsa erfiðleika við aðlögun að nýjum aðstæðum og ástæður þess fjölmargar, og sjaldan eins sök er tveir deila. Eitt málið sem er gegnumgangandi í Evrópu varðar greftrunarsiði og sérstaka grafreiti fyrir Múslíma. Hluti deiluefnisins hefur verið að víða í Evrópu hefur verið skylda að notast við líkkistur, en hefð Múslíma er að sveipa líkið klæðum og grafa það kistulaust. Sú aðferð er að sjálfsögðu mun eðilegri með hliðsjón af umhverfisvernd, auk þess sem það kallar á mun minni umgjörð, eitt stærsta atriðið sem jarðarfarir sér í lagi á Íslandi eru gagnrýndar fyrir (kistan kostar nefnilega sitt). Continue reading Um ótrúlegan ósveigjanleika
Málefni presta og samkynhneigðra
Pétur Tyrfingsson skrifar áhugaverða og um margt gagnlega grein um málið á blog-inu sínu.
Prestakarp og samkynhneigðra
Þetta er sæta útgáfan
https://www.youtube.com/watch?v=s-zLzwo7QV4
Hinar auglýsingarnar tvær voru ekki leyfðar til birtingar á stóru sjónvarpsstöðvunum, enda … ? Þessa mátti sýna.
Ekki hver sem er
https://www.youtube.com/watch?v=ffr_kqIl5h4
Þetta myndband er ekki síðra.
Velkomin?
Ég hef svolítið gaman af auglýsingunum frá UCC, þó Deb finnist ég á stundum bæði íhaldssamur og þröngsýnn.
Fléttulistar
Staða Samfylkingarinnar er hálfkómísk skv. könnun Fréttablaðsins 22. apríl, en þar lítur út fyrir að konur á Alþingi verði fleiri en nokkru sinni 25 af 63 þingmönnum (39,5%). Vissulega má gera betur, en enn eitt skrefið er stigið.
Reyndar er merkilegt að hlutfall kvenna í þingflokki lækkar, verður aðeins 33% og dregur því meðaltalið nokkuð niður, ekki síður merkilegt er hlutfall Sjálfstæðisflokksins 43,3% sem gefur til kynna sterka sveiflu kvenna í flokknum, hlutfall VG er sjálfsagt minnstu tíðindin 7 af 13 (54%), jafnara verður það ekki. Það er hins vegar Samfylkingin sem hlýtur að vekja upp sterkar spurningar. Þar er gert ráð fyrir 14 þingmönnum, þar af 3 konum (21%). Þetta er lægra heldur en hlutfallið er á Alþingi í dag, Þetta gerist hjá flokki sem hefur haldið úti “besserwisser” gagnrýnisröddum m.a. á sjálfstæðisflokkinn vegna stöðu kvenna þar, en raðar síðan jakkafataklæddu körlunum þannig á lista að konur hafa lítið svigrúm.
Auðvitað verður þetta ekki endanleg niðurröðun, konum í þingflokki Sjálfstæðismanna fækkar á kosningakvöld og einhverjar konur í neðri sætum Samfylkingarinnar banka á, en samt sem áður, þá er svona uppsetning á hugsanlegum þingmönnum fylkingunni skaðleg.
PR-klúður
(Upphaflega birt á halldorelias.blog.is)
Fyrir það fyrsta er mikilvægt að átta sig á því að Prestastefna er valdalaus stofnun í þjóðkirkjunni, alla vega þegar kemur að beinum völdum. Hér er um að ræða fund sem hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing. Einungis prestar hafa atkvæðisrétt á Prestastefnu, þannig að hér er um að ræða fagfund fremur en ákvarðanaapparat. Völd kirkjunnar birtast í gerðum Kirkjuþings, þar deila prestar vígðum sætum með djáknum og meirihluti þingmanna eru óvígðir. Þannig að ákvarðanir Prestastefnu eru á engan hátt bindandi og þeir sem sitja hana hafa ekki einu sinni meirihlutavöld þegar kemur að ákvörðunum í kirkjunni. Continue reading PR-klúður
Hver okkar er ekki karl?
Það verður að segjast að það virðist vegið hart í Morgunblaðinu í dag. Spurningin sem hlýtur að vakna við lestur þessarar greinar er, hver okkar þriggja er ekki alvöru karlmaður?
Þegar betur er að gáð sést hins vegar að verið er að ræða um vígslur í tíð Karls, og þá hlýtur önnur spurning að vakna. Hver er hinn? Því ég fæ ekki betur séð en að Jón Jóhannsson sé eini karldjákninn sem hefur fengið vígslu til starfa í þjóðkirkjunni í tíð Karls. En e.t.v. fer ég hér með rangt mál, það væri svo sem ekki í fyrsta sinn.
Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.
Mannréttindadómstóll Evrópu
Það gerist stundum að vitnað er í Mannréttindadómstól Evrópu þegar mikið liggur við. Þannig heyrðist hátt í góðum mönnum um misrétti í íslenska skólakerfinu nýlega. Hins vegar er gaman að segja frá því að 1972 féll dómur í slíku máli gegn Danmörku hjá dómstólnum. Þar kröfðust foreldrar þess að kynfræðsla væri afnumin í skólum, þar sem áherslur og skilningur fræðara væri ekki í samræmi við trúarlegan skilning foreldra. Dómstóllinn sýknaði danska ríkið á þeim forsendum að dönsk lög leyfðu stofnun einkaskóla sem væru fjármagnaðir að hluta af ríkinu og þannig væri innbyggð í kerfið leið fyrir foreldra til að forðast fræðslu/þjónustu í skólakerfinu sem hentaði þeim ekki.
Það hefur hins vegar komið í ljós síðar, að stífni danska ríkisins og tilraunir til að halda úti námsefni sem er umdeilt án tilslakana og samráðs við smærri og stærri þrýstihópa, hefur ýtt undir aðgreiningu í samfélaginu, sér í lagi í tilfelli innflytjenda sem hafa kosið leið sérskólanna, til að forðast árekstra.