Wow!!! Just so lovely
Posted by Daniel Fred on Wednesday, April 8, 2015
Tag: resurrection
4. Mósebók 20. kafli
Ísraelsþjóðin ráfa um eyðimörkina, bæði Mirjam og Aron deyja án þess að komast til fyrirheitna landsins, þjóðin kvartar og í kaflanum er sagt frá því að Guð bregðist við væli þeirra með því að gefa þeim vatn úr kletti. Ísraelsþjóðin óskar eftir því að fá að fara í gegnum land Edómíta, en fá ítrekað neitun. Continue reading 4. Mósebók 20. kafli
Jesaja 42. kafli
Takturinn hjá deutoro Jesaja er annar en hjá proto Jesaja. Í stað umfjöllunar um yfirvofandi árás, uppgang og niðurlægingu stórþjóða og annarra smærri, þá horfir Deutoro Jesaja til vonarinnar. Þrátt fyrir núverandi ástand, þá á Ísraelsþjóðin framtíð. Continue reading Jesaja 42. kafli
3. Mósebók 5. kafli
Löggjöfin hófst á brotum af vangá í síðasta kafla og nú eru nokkur slík brot útskýrð. Sektargreiðslan eða fórnin byggir á fjárhag þess sem brotið fremur. Hér virðist reyndar tekið fram að prestar fái einungis umbun þegar kornfórn er færð.
Markúsarguðspjall 16. kafli
Lærisveinarnir eru hvergi í fyrri hluta þessa kafla. Það eru konurnar sem hafa ekki yfirgefið Jesú, þó þær hafi upplifað hann tekin frá þeim. Þegar þær vitja grafarinnar þá sjá þær að steininum hefur verið velt frá. Inni í gröfinni sjá þær ungan mann. Continue reading Markúsarguðspjall 16. kafli