Að gefa sig að fátækum og þurfandi

Ræða Biskups í upphafi Kirkjuþings er spennandi og vel samin. Sérstaklega fannst mér áhugaverð tilvísun hans til greinar í The Guardian.

Hattersley bendir á að nærfellt allir þeir sem standa að þess háttar hjálparstarfi séu á vegum trúarsafnaða eða kirkjustofnana. Og hann bætir við, „áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka, – þess háttar fólks sem ekki einasta gerir lítið úr þeim sannindum sem trúarbrögðin standa fyrir, heldur telur þau standa gegn framförum og jafnvel vera undirrót ills.

Continue reading Að gefa sig að fátækum og þurfandi

Hvað er á seyði hjá Flugleiðum? – II

Í maí 2004 velti ég fyrir mér hvað væri á seyði hjá Flugleiðum og ljóst að margt hefur gerst síðan það var skrifað. Í dag birtust í fjölmiðlum fréttir af hugsanlegum “samruna” Sterling og Icelandair, en slíkt myndi gerast með kaupum FL-Group á hlut Fons-félaga í Sterling.

Continue reading Hvað er á seyði hjá Flugleiðum? – II

Fjölskyldufréttir

Eins og nútímavæddri fjölskyldu sæmir höfum við hjónin opnað heimasvæði með myndum og reglulegum fréttum af lífi okkar. Þetta raunveruleikasjónvarp okkar er ætlað að auðvelda upplýsingaflæði til þeirra fjölmörgu sem telja sig þurfa að vita hvað á daga okkar drífur. Vefslóð fjölskyldufréttanna er: hrafnar.net.
Annáll Ella verður þó áfram vettvangur fyrir skoðanir mínar, þanka og upplýsingar um áhugaverða hluti.

Andaglas

Á fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi kemur reglulega upp þörf hjá unglingsstelpum að fara í andaglas. Spurningunni um andaglas er svarað yfirvegað og vel á Vísindavefnum. Þar er leitt að því líkum að það séu aðgerðir einstaklinganna sjálfra sem kalla fram svörin og vísað í rannsóknir þess efnis. Ekki skal ég efast um það. Hins vegar er áhugavert að velta fyrir sér hvað það þýðir í raun þegar unglingar kalla fram óhugnanleg svör í þessum leik, í flestum tilvikum ómeðvitað.
Ef einhverjir hafa áhuga á að kynna sér andaglasið, er hægt að fara í eitt slíkt hér.

Áskrift að Morgunblaðinu

Vegna þeirra blaðaskrifa sem átt hafa sér stað síðustu daga, sér í lagi viðbrögð yfirmanns Haga og bréf Gunnar Inga læknis í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu tók ég þá ákvörðun í gær að gerast á ný áskrifandi að Morgunblaðinu. Enda er með ólíkindum að eigendur og yfirmenn eins stærsta fyrirtækis á landinu skuli voga sér að heimta fund um fréttastefnu fjölmiðils.

Rétt eða rangt

Ég var að glugga í blogg hjá nemendum í Trinity Lutheran Seminary, enda ekki verri leið að kynnast umhverfinu eftir jól en hvað annað. Þar rakst ég á þessa setningu:

And Binau would probably move beyond that by saying something about how we should not look at things as “right and wrong,” but whether the things are “helpful or unhelpful.” That in interpreted, again, through CONTEXT (our favorite word!).

Widgets

Sumir bloggarar reyna að slá sig til riddara með vantrúarrausi um Steve Jobs og snilligáfu hans, það er sama hversu fegurðin er mikil sumir trúa ekki. Fyrir okkur hin þá verð ég að benda á Widgets sem er hluti af nýja Tiger-stýrikerfinu, Dashboard-ið og smádótið sem má setja á það er einfaldlega snilld.

Karla- og kvennahópar

Í grein eftir Justin Dennisson úr Renewal í apríl 1989 bendir hann á að karlmenn vilji fremur hittast í trúarumræðum í karlaklúbbum, heldur en í umhverfi þar sem konur eru líka. Þetta er áhugaverð “staðreynd” þegar við höfum í huga kynjaþátttöku í trúarhópum á Íslandi.

Bróðir Roger fallinn frá

Bróðir Roger, upphafsmaður Taize-reglunnar í Frakklandi er látinn. Óhætt er að segja að líf og starf hans og félaga í Taize reglunni sé eitt af stórvirkjum kirkjusögunnar á 20. öld. Það sameinandi afl sem fólst í lofgjörð og tónlist Taizereglunnar hefur á undanförnum áratugum haft gífurleg áhrif í kirkjustarfi, sér í lagi hjá ungu fólki í Evrópu. Continue reading Bróðir Roger fallinn frá

Umbúðir

Um helgina náði ég að ljúka við lestur bókarinnar um “Hálfhreinræktaða prinsinn” og var nokkuð skemmt. Greinilegt er að JK Rowling hefur náð að skapa verulega skemmtilegan raunveruleika, þar sem þræðir spinnast saman og rakna upp á fjölbreyttan hátt. Continue reading Umbúðir

Baráttan við heimsdrottna myrkursins

Fyrir nokkrum árum, þegar ég var opnari og ferskari en ég var í dag, þá las ég skáldsögu eftir Frank E. Peretti, “Baráttan við heimsdrottna myrkursins“. Sagan fjallar um átök sannkristinna og þá sem frjálslyndari eru. Vissulega bar sagan keim af því að vera skrifuð af bókstafstrúarmanni og sannfæring hans skein sterkt í gegn að hefðbundnar kirkjudeildir væru hluti af herdeild heljar og ynnu ómeðvitað en þó markvisst að því að rífa niður hina sönnu kirkju Krists á jörðu. Continue reading Baráttan við heimsdrottna myrkursins

Ríkisstarfsmenn

Sú fullyrðing að sóknarprestar séu ekki undir hið kirkjulega vald settir, heldur séu embættismenn ríkisins og óháðir kirkjunni, er sársaukafyllri en tárum taki. Þegar svo því er bætt við að sóknarprestar séu einvörðungu háðir ráðherravaldi og þurfi ekki að svara fyrir neinum öðrum þá er mér öllum lokið. Ef málarekstur Sveins Andra og skjólstæðings hans er á einhverjum rökum reistur, sem ég hef ekki lögfræðilegar forsendur til að fullyrða um, þá er ljóst að fullur aðskilnaður ríkis og kirkju er nauðsynlegur núna STRAX!