Að vera 6 ára

Dóttir mín var að byrja í skóla nú í haust. Skólinn gengur vel og henni finnst svaka gaman, það er hins vegar gífurleg breyting fyrir foreldrana.
Skólinn hefst kl. 8:10 á morgnanna, þannig að vökutími fjölskyldunnar hefur breyst mikið, ég er jafnvel komin fyrstur í vinnuna suma daga. Þegar skóla sleppir tekur við frístundaheimilið, dans, íþróttaskóli (2x viku), KFUM&KFUK starf, handboltaæfingar (2x viku), enskuskóli eða stöku sunnudagaskóli sem mér reyndar sýnist að muni fljótlega víkja fyrir kyrrð og ró á sunnudögum.
Dóttir mín er þannig komin með flóknara lífsmynstur en ég, dagskráin spannar allan daginn, allt hefst á ákveðnum tíma og lýkur á öðrum. Þetta er ekkert grín sér í lagi, þegar maður kann ekki á klukku.

One thought on “Að vera 6 ára”

Comments are closed.