Ég skrapp áðan út í Kroger, eins og ég geri stundum á kvöldin. Þegar ég var búin að fylla körfuna með vatni á flöskum og barnamat í krukkum fór ég eins og lög gera ráð fyrir að kassanum í búðinni. Það voru bara tveir kassar opnir og fremur löng röð við þá báða svo ég byrjaði að bíða.
Köllunarferli ELCA
Köllunarferli og menntun ELCA á einstaklingum til prestsþjónustu er um margt áhugavert. Hér á eftir fara nokkrir þættir sem skipta máli fyrir ferlið.
Rosa Parks
Fyrir nokkrum vikum var í strætó hér í Columbus með Önnu Laufeyju. Á auglýsingaspjöldum í vagninum vorum við minnt á að minnast Rosa Parks og hennar framlags til réttindabaráttunnar. Það sem hins vegar stakk mig var sú pólítíska ranghugsun að framlag hennar hefði átt þátt í því að strætó hér í Columbus er “all-Black”. Þannig voru ég og Anna einu farþegarnir í vagninum í sem ekki voru African-American. Hvítt fólk getur ekki stokkið sagði í góðri mynd, en þeir virðast ekki heldur taka strætó.
HÍ á 100 listann
Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi væri námsmaður eða ekki í fullri vinnu. (frétt um nýjan raunveruleikaþátt á Sýn)
Ég held að það gæti orðið flókið fyrir HÍ að verða einn af hundrað bestu í heimi ef þetta er viðhorfið til náms og námsmanna á Íslandi.
Tvö ár í dag
Í dag eru tvö ár síðan ég hóf að skrifa hér á annall.is, áður hafði ég reyndar skrifað hitt og þetta á netið, m.a. með mínum eigin bloggkerfum en það efni er ekki lengur aðgengilegt. Ég var ekki sannfærður um að ég myndi endast en nú tveimur árum og einni heimsálfu síðar er ég enn að. Skrifin hér hafa um margt hjálpað mér að átta mig á hvar ég stend í ýmsum málum og kannski gefið einhverjum öðrum mynd af því hver ég er.
Bréf til Dan Brown
Þar sem ég sit og bíð spenntur eftir upphafi forkeppni Evrósýnar þá fletti ég í gegnum helstu blogg dagsins. Þar rakst ég m.a. á “opið” bréf til Dan Brown sem varpar áhugaverðu ljósi á mismunandi stöðu kristni og islam í nútímanum.
Ég er orðinn gamall
Ég uppgötvaði að ég er orðinn gamall rétt í þessu, en kosningabarátta Hjálmars Þ Hannessonar fer í mínar fínustu. Þetta minnir á svertuauglýsingar hér í BNA. Hér í BNA passa frambjóðendur sig á að hafna tengslum við lákúruna en láta gervihreyfingar eins og Moms for Ohio kosta skítkastið. Hér er það ungliðahreyfing fylkingarinnar sem stendur á bak við nálgunina og á heimasíðu framboðsins er vísað til Hjálmars.
Ég er líklega gamall þar sem mér líkar þetta ekki, en mér finnst Samfylkinguna setja niður.
Staða kirkjunnar í BNA
It is of course idolatry and heresy, patriotism is, and the spectacle (in the strict sense of the term) of the evangelical right aligning itself with the gods of the age reveals as clearly as any other symptom the utter theological bankruptcy of the American church.
Umfjöllun Travis Ables um Hjáguðadýrkun er áhugaverð.
Löggan mætir heim
Fyrir um klukkustund bankaði ungur svartur strákur upp á hjá okkur og sagðist hafa bjargað hjólinu okkar frá þjófi og komið með það aftur. Eftir að hafa sagt það hljóp hann austur með húsinu áður en ég gat þakkað honum fyrir.
Stjórnun NGO
Í Morgunblaðinu í dag bendir greinarhöfundur á mikilvægi hugmynda Peter Drucker um stjórnun félagsheilda, sér í lagi þegar kemur að frjálsum félagasamtökum (e. NGO). Þannig ber hann saman eðli og þjónustu mismunandi félagsheilda. Þetta væri gaman að skoða í ljósi hugmynda um eðli og hlutverk þjóðkirkjunnar.
Órói og hugarró
Hvert er hlutverk þjóðkirkjunnar er spurt á trú.is vefnum nýlega. Svarið er vel unnið og vandað af hendi Öddu Steinu eins og búast má við. Ég saknaði hins vegar baráttunnar í svarinu. Hér í BNA í hópi Left-wing Christians er stundum talað um að hlutverk kirkjunnar sé
[t]o Comfort The Disturbed, and to Disturb the Comfortable
og á þann hátt séum við að feta í fótspor frelsarans. Svo virðist sem að eðli þjóðkirkjuhugsunar sé að gleyma síðari hlutanum, en leitast einmitt við að styðja og styrkja ríkjandi ástand. Hér er má velta fyrir sér hvort að það leiði svo til þess að kirkjan lendi í
[t]o Comfort The Comfortable, and Disturb the Disturbed.
Óforskömmuð framkoma
Sú staðreynd að Dorrit skyldi vísa til þess að hún væri “the First Lady of Iceland” og ætti því ekki að fá lélega þjónustu á flugvelli í Ísrael er að mínu viti óforskömmuð og óviðeigandi. Dorrit var ekki að ferðast í tengslum við starf eiginmanns síns, hún hefur enga opinbera stöðu á Íslandi að og hefur ekki íslenskt vegabréf.
Continue reading Óforskömmuð framkoma
Dómstóll fjölmiðla
Um leið og það er merkileg sú skoðun að fjölmiðlum beri að lúta stjórn Baugs, eins og ítrekað hefur komið fram, m.a. í því að tímarit Fróða séu tekin úr sölu í verslunum fyrirtækisins, starfsfólk Morgunblaðsins sé kallað á fund um ritstjórnarstefnu með yfirmönnum fyrirtækisins og Kastljósfólki RÚV sé óheimilt að fjalla um aðra þætti Baugsmálsins en fyrirtækinu hentar. Án þess að ég vísi til hinna fjölmiðlanna sem svo merkilega vill til að fyrirtækið á.
Continue reading Dómstóll fjölmiðla
Hlutverkaskilgreiningar
Einhverjum kann að finnast ég gera lítið úr hlutverkaskilgreiningum í svari á trú.is í gær. Því er til að svara að hlutverkaskilgreiningar hafa ákveðið hlutverk. Þær hjálpa til við greiningu hópa og hreyfinga, auðvelda okkur að sjá mynstur í atferli hreyfinga og hafa ákveðið forspárgildi um þróunarferli þeirra. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar og rannsóknir á slíkum mynstrum geta hjálpað við að takast á við hópa sem hafa tilhneygingu til að beita ofbeldi svo dæmi sé tekið.
Svari mínu í gær var hins vegar ætlað að vara við að nota þessar skilgreiningar til að fullyrða um trú/trúleysi einstaklinga, þar sem hlutverkaskilgreiningar henta mjög illa til slíkrar stimplunar.
Hins vegar er pistill Svavars Alfreðs dæmi um skemmtilega notkun á hlutverkaskilgreiningum trúarlífsfélagsfræðinnar til greiningar á hópum.
Þetta er sett hér inn til útskýringar.
Ofbeldi
Ofbeldi er valdbeiting sem einkennist af virðingarleysi fyrir þolandanum. Ofbeldi birtist í fleiri myndum en barsmíðum og líkamsmeiðingum. Alvarlegustu afleiðingar ofbeldis eru oftast tilfinningalegs eðlis.
Höfnun, meinhæðni, einelti, hótanir, óréttlæti og einangrun eru tegundir ofbeldis.
(Skilgreining af vef Vímulausrar æsku)
Að nota skilgreiningar til að vanvirða
Með reglulegu millibili birtir Forbes lista yfir ríkustu þjóðarleiðtoga heims og í kjölfarið birtist frétt um meinta stöðu Kastró á listanum. Svo virðist vera að í áróðursskini og/eða fávisku um hugmyndaheim kommúnismans á Kúbu telji Forbes mikilvægt að eigna Kastró einhvern hluta af eignum ríkisins sem hann veitir forstöðu.
Continue reading Að nota skilgreiningar til að vanvirða
Ungt fólk og kirkjuþing
Eins og ég hef áður bent á þá er einungis ein manneskja á kjörlista leikmanna Kirkjuþings sem verður yngri 40 ára þegar kjörtímabilinu lýkur. Enginn á lista leikmanna er yngri en ég. Það er þrátt fyrir að nú séu liðin nærri 9 ár síðan ég fékk vígslu til starfa. Reyndar er fátt um ungt fólk á lista vígðra, því miður, en þó eru nokkur sem verða ekki orðin fertug þegar næsta kjörtímabili lýkur. Hvetjið þau til að bjóða sig fram og styðjið við bakið á þeim ef þau ákveða að skella sér í baráttuna.
Continue reading Ungt fólk og kirkjuþing
Salvar á Suðurland
Eins og allir vita þá er gífurlega mikilvægt að baráttuslagorð stuðli og séu grípandi. Af þeim sökum er það gleðilegt að Salvar Geir Guðgeirsson veðuráhugamaður kjósi að sækja um prestembætti á Suðurlandi, enda myndi slagorðið Salvar á Vestfirði alls ekki hljóma jafnvel.
Methagnaður KB-banka
Hagnaður KB-banka á fyrsta ársfjórðungi er sá hæsti í sögu félagsins á einum fjórðungi. Hagnaður eftir skatta 18,8 milljarðar króna eða 69% meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Sérstaka athygli vekur að gengishagnaður var 99% meiri en á sama tíma í fyrra eða 13,5 milljarðar króna og útskýrir algjörlega þennan methagnað bankans. Þessi aukni gengishagnaður á fyrsta ársfjórðungi stafar að langmestu leiti af stöðutöku bankans gegn íslensku krónunni. Það er eðlilegt að bankar leiti allra leiða til að auka hagnað sinn, líkt og Olíusjóðir, en af hverju spyr enginn spurninga?
ÍBV umfram Columbus Crew
Það verða að teljast tíðindi þegar leikmaður á borð við Andy Mwesigwa ákveður að velja Vestmannaeyjar fremur en Columbus, Ohio til búsetu. Það er hugsanlega rétt að Columbus verði seint talið miðpunktur heimsins, en Vestmannaeyjar? Hverju var eiginlega logið að manninum?
Við Crew-aðdáendurnir hér í Bexley, glottum við tönn og óskum Andy góðrar skemmtunar í saltrokinu og rigningunni.