Það er margt að segja um hefndina og þeir Wachowski-bræður reyna að koma sínum hugmyndum til skila í nýrri mynd hér í BNA, V for Vendetta. En hefndin er ekki það eina sem glímt er við, hér er líka snert við einhverri þekktustu glímu guðfræðings. Er í lagi að beita ofbeldi til að leiðrétta óréttlætið? En íbúar BNA eru mjög uppteknir af því að Bonhoeffer hafi ekki þegið stöðu við Union Theology Seminar um miðjan 3. áratug síðustu aldar, heldur haldið heim til Þýskalands, barist gegn Hitler og svarað ofangreindri spurningu játandi. En það er útúrdúr.
Þegar fjallað er um H fyrir Hefnd er þess fyrst að geta að mamma Loga Geimgengils og Lilju prinsessu ræður því miður ekki við hlutverk sitt og það getur tekið á að líta framhjá því að óhæf leikkona er í jafn erfiðu hlutverki. Hins vegar nokkrir aðrir leikarar algjöran stjörnuleik. Sér í lagi vil ég nefna Stephen Fry, en persóna hans er mjög skemmtileg og sannfærandi.
Wachowski bræður gefa í myndinni grænt ljós á ofbeldi í nafni réttlætis, en um leið varpa þeir mjög dökkri mynd á afleiðingar of náinna samskipta trúar og ríkis, vara við hómófóbíu sem blómstrar sem aldrei fyrr hér í BNA og gagnrýna hræðslu við islam. Vísanir í kynferðislega misnotkun presta á börnum eru hins vegar á mörkum þess ósmekklega.
Þetta samþykki bræðranna á ofbeldi í nafni réttlætis dregur því miður úr gagnrýni þeirra á núverandi stjórnvöld í BNA. Sú hugmynd að hin þjáði og óttaslegni geti gripið til ofbeldis í hefndar- eða verndarskini opnar fyrir óheft ofbeldi í allar áttir, því öll höfum við tilfinningu fyrir að vera í minnihluta og vörn.
Sér í lagi er merkilegt að þeir bræður virðast líta á ofbeldið sem nauðsynlega birtingarmynd réttlætis, en láta ekki nægja friðsamleg mótmæli fjöldans, sem þó eru að margra mati árangursríkasta leið breytinga, sbr. réttindabaráttu svartra hér í BNA, mótmæli Gandhis á Indlandi, verkföllin í skipasmíðastöðvum Póllands og svo mætti lengi telja.
Ég sá þessa mynd í gær – og finnst hún ekki merkileg stúdía um ofbeldi/hefnd. Hér er tæpt á ýmsum málum – eins og Halldór E telur upp hér að ofan, en hvergi farið djúpt í málin. Að mínu mati verður þessi mynd gleymd á morgunn (eða segjum að ári) Merkilegt að sjá hvernig pyntingar og blekkingar áttu að snúa hug aðal kvennpersónu myndarinnar til stuðnings við hryðjuverkin og drápin. Og auðvitað var lokalagið – Sympaty for the Devil – ég hef ekki orðið var við að Djöfsi hafi nokkurt sympaty til hinn kúguðu í heiminum, merkilegt að nota þetta tákn til baráttu fyrir lítilmagnann!!! Þ.e. Djöfulinn og merkilegt að enginn á þessari síðu skuli fjalla um þessa notkunn.