Jeremía 17. kafli

Sá sem aðeins treystir mönnum, en hafnar Guði missir af því góða sem framhjá fer. Afleiðing þess að virða einskis boð Guðs, líta framhjá Drottni leiðir til skorts og vanlíðunar samkvæmt orðum Jeremía, það líf sem lítur framhjá skaparanum einkennist af skortstilfinningu en ekki gnægð, svo ég noti Biblíulegt orðalag.

Enn á ný sjáum við í skrifum Jeremía tilvísun til 139. sálms Davíðs í versi 10. Enn það sem mikilvægara er við lærum að þó traust til Guðs leiði til þess að við horfum öðruvísi á stöðu okkar, merkir það alls ekki að lífið sé áhyggjulaust. Líf Jeremía er síður en svo laust við vandamál og erfiðleika. Jeremía þjáist vegna boðunar sinnar og hrópar á Guð um að snúa hag sínum og andstæðinga sinna.

Hann kallar íbúa Jerúsalem til að taka sinnaskiptum og virða boð Guðs og reglur samfélagsins, en hví að staldra við þegar við getum unnið og grætt.

Hvað mér líkar (á Facebook)

Ég var að fikta í Facebook-inu mínu í dag, m.a. að skoða hvaða síður og hópa ég hef „Like“-að og skoða hvort ekki væri rétt að skipuleggja síður og hópa. Mér mistókst að finna út hvort hægt væri að útvíkka flokkunarkerfið umfram íþróttir, tónlist, bækur og bíó, en staldraði samt við hópinn annað, enda sýndist mér einhæfnin þar ríkjandi. Continue reading Hvað mér líkar (á Facebook)

Reglurnar

Í mínum hluta skógarins hefur margt breyst. Það er minna en 10 ár síðan fagfólk og sjálfboðaliðar í kristilegu æskulýðsstarfi settu sér siðareglur og fóru á markvissan hátt að taka á óæskilegri hegðun samstarfsfólks. Fram að þeim tíma má segja að flestar siðareglur hafi lagt ofuráherslu á gagnkvæma virðingu kollega og snúist fyrst og fremst um starfsvernd og samstöðu þeirra sem tilheyrðu viðkomandi “gildi”. Þetta má sjá bæði í eldri siðareglum presta og lækna, sjálfsagt lögfræðinga líka. Continue reading Reglurnar