Sjálfhverfan, sjálfsánægjan og hrokinn leiðir til hrunsins. Samúð Guðs, vorkunn og miskunn geta ekki varnað afleiðingum sjálfhverfunnar. Guð grætur yfir sköpun sinni, fólkinu sínu sem hann hefur kallað til þjónustu. „Ég á ‘etta. Ég má ‘etta,“ var haft eftir íslenska útrásarvíkingnum, það er viðhorfið sem Jeremía mætir hér.
Góðar gjafir, vín og hamingja er sköpunarverk sjálftökufólksins, eða svo halda þau. Sorginni, svikunum og spillingunni er haldið í felum en Guð heyrir lygarnar og varar við afleiðingunum í gegnum spámann sinn Jeremía.