Unnin verði heildstæð framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda sem hafi það markmið að betur verði tekið á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og því auðveldað að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og rækta menningu sína. (Stjórnarsáttmálinn)
Næstu vikurnar ætla ég að greina stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar með það í huga að skilja hvað er sagt og hvað ekki. Þannig mun ég velta fyrir mér helstu kostnaðar- og tekjuliðum, velta fyrir mér jafnaðarstefnu og hvaða hagstjórnartæki henta best til að leiða til jafnaðar. En fyrsta innleggið er um menningu innflytjenda. Í ritgerð minni Muslims in Europe – Called to be Neighbors leita ég í smiðju Jörgen Nielsen og bendi á tilhneigingu stjórnvalda til að horfa til menningartengds bakgrunns innflytjenda á kostnað trúarlegs bakgrunns.
One factor that also has impacted Islam is the recognition some governments in Europe has given to cultural or educational centers as an important part of the immigrants’ life and have given those centers financial support in a way religious centers have not received. This has encouraged Muslims to focus on opening cultural centers as a starting point, which has led to a strengthening ethnical and cultural identity of immigrants, at the cost of their Islam identity, at least officially. Due to this strengthening of ethnic/cultural identity, the majority of Islamic groups are ethnic/cultural based.
Ástæða þessa er sjálfsagt hugmyndir í vestri um að trú sé einstaklingsbundin, meðan að menning er það ekki. Það er hins vegar ekki raunin hjá öllum. Þessi áhersla á menningartengingu, án stuðnings við hið samtrúarlega í Islam, getur og virðist hafa leitt til þess að menningartengd sértrú* nái að festa sterkari rætur en ella. Eins veldur einhliða áhersla á menningarlegan bakgrunn því að mikilvægur þáttur í sameinandi reynslu innflytjenda er afskiptur. Ofangreindri ritgerð leita ég til Jocalyne Cesari sem hefur bent á að
contrary to what majority of French people feared, the need for “a purpose built mosque” is not necessarily connected to a more observant Muslims. She claims that the need for “a purpose built mosque” implies that the Muslims now consider themselves permanent citizen of French, in need for established religious structure. Building a mosque is part of being established.
Þannig er stuðningur við uppbyggingu mosku, mikilvægur þáttur í aðlögun, þar sem það gefur innflytjendum tilfinningu fyrir að bakgrunnur þeirra sé viðurkenndur til framtíðar, á annan hátt en með fortíðarbliki til menningararfsins, sem verður seint framtíð í nýjum heimkynnum en er vissulega mikilvægur í uppbyggingu sjálfsmyndar, sér í lagi fyrstu og annarrar kynslóðar.
Hvort menningaráherslan í stjórnarsáttmálanum hafi átt að innihalda trúarlega vídd eður ei, er óljóst og sú hugmynd að menningarhugtakið inniberi trúarlíf, er tæp. Hins vegar má vera ljóst að stuðningur við áform Félags Múslima við byggingu mosku í Reykjavík og/eða íslenskunámskeið í samstarfi við katólska söfnuðinn gætu verið mikilvægar leiðir til aðlögunar innflytjenda þar sem lagt er rækt við viðurkenningu og sameinandi þætti.
* Dæmi um sértrú sem á sér ekki stoð í Kóraninum er umskurður kvenna.