Hefðbundin gildi

Við lestur þessarar fréttar, hlýtur spurningin að vakna. Hvenær hafa umburðarlyndi og gestrisni einkennt Evrópu? Ég er nýbúin að bruna í gegnum evrópska sögu, reyndar í formi kirkjusögu eins og hún er kennd í bandarískri guðfræðideild. En mig rekur ekki minni í að umburðarlyndi og gestrisni hafi einkennt Evrópu á einu einasta tímabili, hugmyndir um trúfrelsi og virðingu fyrir útlendingum voru næstum óþekktar þar til á 20. öld og ekki var fyrri hluti þeirrar aldar í Evrópu tímabil umburðarlyndis og gestrisni.

Friðsæld, jöfnuður og hagsæld eru ekki þau orð sem koma í hugann heldur þegar hugsað er um Evrópu fyrr en hugsanlega á stöku stað á síðari hluta 20. aldar, og þeirri friðsæld, jöfnuði og hagsæld fylgdi ekki endilega umburðarlyndi og gestrisni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.