Bækur

Þegar ég útskrifaðist í vor fékk ég að gjafabréf í bókabúð lúthersku kirkjunnar í BNA, annars vegar frá búðinni sjálfri upp á $25 og hins vegar frá skólanum sjálfum upp á rúma $43. Svo sem ekki gífurlega miklir peningar, en enginn ástæða til að kvarta. Ég ákvað að bíða með að nota gjafabréfin fram til haustsins og nota þetta upp í skólabækurnar á þessu misseri. Nú í haust, bauðst hins vegar skólinn til að borga allar bækur sem ég þyrfti að nota í kúrsum á árinu og því var ekki mikil þörf fyrir gjafabréfin að mínu mati.

Það var síðan í dag að inneignin kom sér að góðum notum. Tvisvar á ári boðar Augsburg Fortress bókaforlag lúthersku kirkjunnar til lagersölu í dreifingarmiðstöð sinni sem er staðsett hér í Columbus. Salan er byggð upp á fremur einfaldan hátt. Allar bækur sem eru af einhverjum ástæðum taldar ofaukið á lagernum eru settar fram ásamt bollum, bolum og bindum frá Old Lutheran og alls kyns dóti sem Augsburg þarf að losna við. Síðan er það látið berast út að lagerinn verði opinn á laugardegi frá 8-12. Allar kiljur eru verðlagðar á $1 og innbundnar bækur á $2 + skattur. Fólk streymir síðan að úr öllum áttum og keyra jafnvel í allt að 12 tíma til að mæta á söluna. En ég fékk sem sé staðfestingu í bókabúðinni í skólanum að inneignin mín myndi gilda á útsölunni. Ég mætti því til leiks rétt fyrir kl. 8:00 og tók mér stöðu aftast í röðinni sem beið eftir að dyrnar að dýrðinni lykjust upp. Ég mætti með fjórar niðursöðudósir af mat, en boðið var upp á 10% aukaafslátt fyrir þá sem lögðu fram a.m.k. tvær dósir af mat sem er síðan útdeilt frá matarbúrum lúthersku kirkjunnar. Troðningurinn var nokkuð mikill við borðin innanhús, en eftir tæpar 2 klst hélt ég burt með kassa fullan af bókum eftir Brueggemann, NT Wright, Lathrop, Nessan, Martin E. Marty, Everist, Bonhoeffer, Luther og fleiri stjörnur í guðfræði hér í BNA og nokkur sem seint verða talin stjörnur. Alls keypti ég 70 bækur og þurfti reyndar að grípa til veskisins þegar ég fór út, það vantaði 11 cent upp á að inneignin dygði. Starfsmaðurinn sem sá um að telja upp úr kassanum mínum nennti reyndar ekki að telja innbundnu bækurnar sér og ég borgaði því $1 fyrir hverja bók og fékk þannig nokkra dollara í aukaafslátt.

Örfá dæmi um bækur sem ég keypti:

  1. The Word Militant: Preaching a Decentering Word (Hardcover) – Verð á Amazon $23.10
  2. The Lutherans in North America – Verð á Amazon (notuð) $14.00
  3. We Have Been Believers – Verð á Amazon $15.00
  4. Modern Christian Thought: The Twentieth Century (Modern Christian Thought) (Paperback) – Verð á Amazon $21.17
  5. Lutheran Questions, Lutheran Answers: Exploring Christian Faith – Verð á Amazon $10.39
  6. Strength for the Journey: A Pilgrimage of Faith in Community (Paperback) – Verð á Amazon $11.53
  7. Dismantling Racism: The Continuing Challenge to White America (Paperback) – Verð á Amazon $14.39
  8. Paul: In Fresh Perspective (Hardcover) – Verð á Amazon $16.50
  9. The Resurrection of Jesus: John Dominic Crossan And N.T. Wright in Dialogue (Paperback) – Verð á Amazon $12.24
  10. The Pastor: A Spirituality (Hardcover) – Verð á Amazon $15.60
  11. Christian Assembly: Marks of the Church in a Pluralistic Age (Paperback) – Verð á Amazon $18.00
  12. Godly Play: An Imaginative Approach to Religious Education (Paperback) – Verð á Amazon $10.87

Heildarverðmæti þessara 12 bóka á Amazon er sem sé rúmlega $180. Þar sem þetta eru allt bækur sem ég kem til með að glugga í þónokkuð á næstu mánuðum og hefði í flestum tilfellum nálgast þær á bókasöfnum (ég var t.d. með Christian Assembly bókina í láni) þá er af þessu verulegt hagræði og gífurlegur sparnaður. Auðvitað er þó hætt við að einhverjar bækur læðist með sem verða aldrei lesnar þegar afslátturinn er svona mikill.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.