Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum:
Sérhver maður verður undrandi og skilningsvana,
hver gullsmiður skammast sín fyrir guðamyndir sínar
því að myndirnar, sem hann steypir, eru blekking,
í þeim er enginn lífsandi.
Spádómurinn í 51. kaflanum er sagður hafa fylgt konungi Júda til Babýlon í upphafi herleiðingarinnar. Fall Babýlóníu hafi þannig verið fyrirséð, enda endast stórveldi aldrei til lengdar eða hvað.