Jeremía 51. kafli

Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum:

Sérhver maður verður undrandi og skilningsvana,
hver gullsmiður skammast sín fyrir guðamyndir sínar
því að myndirnar, sem hann steypir, eru blekking,
í þeim er enginn lífsandi.

Spádómurinn í 51. kaflanum er sagður hafa fylgt konungi Júda til Babýlon í upphafi herleiðingarinnar. Fall Babýlóníu hafi þannig verið fyrirséð, enda endast stórveldi aldrei til lengdar eða hvað.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.