Hann segir: Það er of lítið að þú sért þjónn minn
til að endurreisa ættbálka Jakobs
og leiða þá aftur heim
sem varðveist hafa af Ísrael.
Ég geri þig að ljósi fyrir þjóðirnar
svo að hjálpræði mitt nái allt til endimarka jarðar.
Hlutverk Ísraelsþjóðarinnar er útvíkkað í kjölfar herleiðingarinnar í Babýlon. YHWH er ekki lengur einvörðungu Guð Ísraelsþjóðarinnar heldur allra þjóða. Hlutverk Ísraelsþjóðarinnar er að boða hjálpræði Guðs allt til endimarka jarðarinnar. Hjálpræðisverkið felst í endurreisn, nýju upphafi,
að segja við hina fjötruðu: „Gangið út,“
og við þá sem í myrkri sitja: „Komið fram í dagsbirtuna.“…
Þá mun hvorki hungra né þyrsta
og hvorki mun breyskja né sólarhiti vinna þeim mein
því að hann sem miskunnar þeim vísar þeim veg
og leiðir þá að uppsprettulindum.
Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika þá lifa í fyrirheitinu sem kemur fram í orðunum:
Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu
að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu?
Og þó að þær gætu gleymt
þá gleymi ég þér samt ekki.
Ég hef rist þig í lófa mér,
múra þína hef ég sífellt fyrir augum.
Ofbeldismenn og kúgarar munu hins vegar fá makleg málagjöld, eyða sjálfum sér eða verða réttlæti Guðs að bráð.