Esterarbók 6. kafli

Nóttina fyrir veisluna liggur konungur andvaka og lætur lesa fyrir sig frásögn um tilræðið við sig. Þar er skráð að það hafi í raun verið Mordekaí sem kom upp um tilræðismennina, en hafi ekki fengið neitt að launum.

Konungur ákveður að heiðra Mordekaí, en á sama tíma gengur Haman í höllina. Konungur leitar til Haman um hugmyndir að því hvernig heiðra megi þann sem heiður ber.

Þegar Haman gekk inn sagði konungur við hann: „Hvað á að gera fyrir þann mann sem konungur vill sýna heiður?“ Þá hugsaði Haman með sér: „Hvern skyldi konungur vilja heiðra fremur en mig?“Hann svaraði konungi: „Vilji konungur sýna einhverjum heiður þá skal sækja konungleg skrúðklæði, sem konungur hefur sjálfur borið, og setja konunglegt höfuðdjásn á hest sem konungur hefur riðið. Skrúðklæðin og hestinn skal fá einum æðsta tignamanni konungs. Manninn, sem konungur vill heiðra, skal hann færa í skrúðklæðin, láta hann síðan ríða hestinum um borgartorgið og hrópa fyrir honum: Þannig er gert við þann mann sem konungur vill heiðra.“

Fékk konungur þá Haman til þess að heiðra Mordekaí, sem fór ekki vel í Haman. Það er þó ljóst að nú dregur fljótt til tíðinda.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.