[google 4594676550791662051]
Ég skrifaði og flutti hugleiðingu fyrir lokakvöld starfsfólks í Vatnaskógi. Það er smátruflun á myndinni í upphafi. Hugleiðingin var reyndar ekki notuð, þar sem hún var of löng, en hún hefur erindi til okkar í dag. Hugleiðingin sem var notast við á lokakvöldinu er hér.
Fyrir samviskusama lesendur Annáls Ella, er rétt að benda á að nokkur stef úr Nýársprédikun í Grensáskirkju sem var birt hér á annálnum voru fengin úr þessari hugleiðingu.
Góð hugleiðing hjá þér Halldór – og mjög góð tenging milli dæmisögunnar um týnda sauðinn og barnið (múslimann eða barn atheista) sem situr eftir eitt í bekkjarstofunni meðan allir hinir fara í kirkjuheimsókn (litlu jólin?): Er rétt að “gleðja” 91 (99) barn vitandi það að eitt geti ekki farið með á “gleðskapinn”?
Hvet vantrúarmennina til að hlusta á hugleiðinguna – og sjá að málstaður þeirra á meira að segja hljómgrunn hjá Kvummurum!
Ég vil biðja lesendur annáls um að misnota ekki ummælamöguleikann á vefnum. Vegna áhugaverðrar færslu Torfa hef ég ákveðið að útbúa um hana færslu, sem er hér.
Mér finnst það ekki skipta máli að hún sé að mistúlka versin sem hún vísar í og sé ekki sammála Lúther hvað þetta varðar. Þó svo að Jesús væri látinn segja í einhverju guðspjallinu: “Án elskunnar til Guðs er erfitt að koma fram við fólk af kærleika.”, þá væri það engin afsökun.
Gætirðu vísað á eitthvað sem styður þessa fullyrðingu þína?
Annars er út í hött hjá Halldóri í myndbandinu að tala um að það hafi verið lagt bann við að leyfa börnum að koma til Vatnaskógar.
Hjalti, í prédikuninni er ég að lýsa tilfinningu sem ég fékk við lestur bréfs og var sameiginleg mörgum sem lásu viðkomandi bréf. Þess vegna segi ég: “Þannig leit bréfið alla vega út fyrir mér.”
Eftir á má segja að það sé kjánalegt að hafa litið þannig á innihald bréfsins, en þangað til bréfið var útskýrt var auðvelt að skilja það sem bann við fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi, eins og þau hafa verið útfærð um 15 ára skeið.