Frelsuð!

Ég og Jenný fórum á Frelsuð (Saved) í gær enda hafði Árni Svanur mælt með henni. Myndin stóð fullkomlega undir þeim væntingum sem ég hafði gert mér til hennar. Á námskeiði um helgina þar sem ég fjallaði um hvernig nálgast má unglinga, sagði ég að mér þætti ágætt að draga fólk í dilka til að auðvelda okkur að útskýra hegðun. Brian Danelly gerir einmitt þetta. Býr til fullkomnar steríótýpur og vinnur með þær á skemmtilegan hátt. Það eina sem kemur á óvart er eindregin og ákveðin guðfræði sem boðuð er í lokin, með eintali Mary (Jena Malone).

Það dró ekki úr skemmtigildi myndarinnar að koma síðan heim til sín og sjá litlu dóttur mína, sem einmitt er í kristilegum einkaleikskóla, liggja sofandi í rúminu sínu. Englavængirnir hangandi yfir rúminu hennar og tónlistin úr Tölvubiblíu Barnanna lágt stillt í geislaspilaranum inni hjá henni. Hvað er betra en að sofna við laglínu eins og:

Það er mín refsing:
Óþekku fólki ég farga,
fjölskyldu þinni og sjálfum þér
þó skal ég bjarga,
himinsins opna ég flóðgátt
og felli svo skrafið,
fólkið skal drukkna
og eigur þess skolast í hafið.

4 thoughts on “Frelsuð!”

  1. Hvað er betra en að sofna við laglínu eins og….

    Ég geri ráð fyrir að þú sért að grínast! Það vantar alveg broskall eða eitthvað þarna.

Comments are closed.