Ekki segja ekki

Í dag hef ég setið áhugavert námskeið hjá Sæmundi Hafsteinssyni sálfræðing um samskipti. Þar talaði Sæmundur m.a. um jákvæð og neikvæð skilaboð og útskýrði á áhrifamikinn hátt hvers vegna “ekki” skilaboð virka ekki. Þar benti hann á að heilinn gerir sér alltaf mynd af því sem gera á. “Ekki” skilaboð kalla fram mynd af atburði sem ekki á að eiga sér stað en eykur jafnframt líkur á að við framkvæmum hann.

3 thoughts on “Ekki segja ekki”

  1. Námskeiðið heldur áfram næsta laugardag… Þangað til býr barnið mitt, unglingar í æskulýðsstarfi Grensáskirkju, ásamt fermingarbörnum og krökkunum í barnastarfinu við fullkomið agaleysi. 🙂

Comments are closed.