Jesus Camp

Fyrir nokkrum dögum myndaðist umræða um Jesus Camp á vef Carlosar. Ég nefndi þar að ef einhver hefði áhuga á að koma með mér á frumsýninguna hér í Columbus á morgun væri það velkomið. Ég hef ákveðið að bæta um betur, þar sem ég á nokkra miða á forsýningu í kvöld kl. 19:00 (kl. 23 að ísl. tíma). Ef þið hafið áhuga er ykkur velkomið að mæta um kl. 18:30 framan við Drexel Theater og ég reyni að redda ykkur inn.

Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa

Fyrr í vor sat ég mjög áhugaverðan fyrirlestur Dr. R. Scott Appleby um samspil trúar og ofbeldis, en þar fjallaði Dr. Appleby um nokkur lykileinkenni bókstafshreyfinga í sjö ólíkum trúarhreyfingum. Dr. Appleby varaði reyndar við bókstafshugtakinu og taldi það henta illa vegna mismunandi eðlis trúarrita í trúarhópunum og væri nær að tala um jaðar- eða öfgahópa. Þar sem öfgar er gildishlaðið og neikvætt orð á íslenku, mun ég hér notast við jaðarhópa.

Continue reading Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa

Af hverju hommarnir?

Það hlýtur að vekja upp spurningar í hugum þeirra sem standa utan við hið kirkjulega (kristilega) samhengi hví hommarnir, því það eru jú hommarnir, skuli vekja upp svo sterk viðbrögð hjá þeim sem telja sig sannkristna á Íslandi (en ekki reyndar bara á Íslandi).
Það nefnilega er margt sem hefði getað kallað fram þessi viðbrögð en gerði það ekki.

Continue reading Af hverju hommarnir?