Hvernig metum við kirkjustarf, hvað verður að vera til staðar ef safnaðarstarf á að þróast og þroskast. Ég velti þessu fyrir mér í maí og henti þessum lista niður en hef ekki náð að þróa það frekar. Continue reading Hvað þurfum við að hafa
Tag: community
Aðgreiningin styrkt / Tímabundin lausn?
<DEL>Það er sorglegt að sjá þetta stigma í garð geðsjúkra barna og ungmenna. Að í einu af ríkustu ríkjum heims, með besta velferðar- og heilbrigðiskerfi veraldar skuli viðhorf heilbrigðiskerfisins vera að halda þeim geðsjúku frá hinum líkamlega veiku.
Á sama tíma og stefnt er að uppbyggingu glæsilegs sjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu, þar sem öll þjónusta er á einum stað – þá á að halda einum hópi sér. Geðsjúk börn og ungmenni eru væntanlega öðruvísi en aðrir eða hvað?</DEL>
Að sjálfsögðu fagna ég endurbótum og bætri húsnæðisaðstöðu fyrir BUGL-ið, <DEL>en um leið harma ég það viðhorf sem ég tel felast í áframhaldandi uppbyggingu á Dalbraut.</DEL>
—
Athugasemd:
Sæl Elli, það hefur komið fram í umræðunni að það standi til að BUGL verði staðsett við hlið nýs spítala við Hringbraut. Húsnæðisvandi deildarinnar er hins vegar svo mikil að ekki er hægt að bíða eftir nýjum spítala. Væntanlega verður húsnæði BUGL selt þegar kemur að flutningum á Hringbraut, en hvenær það verður, veit nú enginn!
Þráinn Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:05
Ekki hver sem er
https://www.youtube.com/watch?v=ffr_kqIl5h4
Þetta myndband er ekki síðra.
Velkomin?
Ég hef svolítið gaman af auglýsingunum frá UCC, þó Deb finnist ég á stundum bæði íhaldssamur og þröngsýnn.
Algjörlega til fyrirmyndar
Það er gleðilegt að þessi yngsti söfnuður landsins, í Þúsaldarsókn, skuli beita nútímaaðferðum við útboð og framkvæmd kirkjubyggingarinnar. Þessi vinnubrögð eru til eftirbreytni og gaman að heyra af þessari leið.
Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.