Fyrir um 20 árum tók ég þátt í oft flóknum, tilfinningaríkum og erfiðum umræðum um vinnufyrirkomulag í kirkjunni og sér í lagi í barna- og unglingastarfi sem oft fór fram á kvöldin og um helgar.
Fyrir tiltölulega nýja fagstétt þá var stærsta vandamálið ekki að finna út hvað væru eðlileg laun fyrir fullt starf, heldur miklu mun frekar, hvað fólst í fullu starfi. Þannig voru hugmyndir um að 2 tímar eftir kl. 18 ættu að teljast sem 2,6 tímar og ef unnið væri um helgar eða eftir 22, yrðu 2 tímar 3 tímar. Í viðbót við þetta voru vangaveltur um hversu langan tíma ætti að skrá á æskulýðsfundi og svo framvegis. Auðvitað var síðan mótahald og ferðalög tilefni til endalausra vangaveltna og vandræða.
Þessi óvissa um hvað væri fullt starf og hvernig ætti að reikna kvöld- og helgarvinnu, nú eða meta æskulýðsstarf varð oft til að valda spennu í söfnuðum milli æskulýðsfulltrúa, sóknarnefnda og jafnvel presta.
Nú í vikunni rakst ég á áhugavert módel fyrir starfsfyrirkomulag í kirkjum sem felst í “blokkum”. Hverjum degi vikunnar er skipt í þrjár blokkir, t.d. 9-14, 14-19 og 19-24. Fullt starf telst vera 10-12 blokkir í BNA. Á íslandi værum við líklega að tala um 9 blokkir. Síðan er samið um hvernig blokkunum er skipt upp.
Hér í BNA virðist algengt módel vera að leggja upp með 2 blokkir á kvöldin, 2-3 blokkir um helgar og aðrar blokkir á hefðbundnum vinnutíma. Einn fastur frídagur í viku á virkum degi. Með þessu móti eru ekki taldar klst heldur blokkir.
Ef við erum t.d. með prest í 25% starfi, þá má gera ráð fyrir að hann starfi að jafnaði 1 blokk á sunnudagsmorgnum, eina kvöldblokk í viku og 0-1 blokk á öðrum tímum (sem færi væntanlega öll í skrifa prédikun og undirbúa helgihald).
Ég veit ekki hversu raunhæft svona kerfi er og hvort það virki í raun, en mér fannst rétt að halda því til haga hér.
Dæmi um vinnufyrirkomulag í fullu starfi í svona blokkakerfi.
Mán | Þri | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun | |
09-14 | Frí | Vinna | Vinna | Vinna | Vinna | ||
14-19 | Frí | Vinna | Vinna | Vinna | (Vinna) | ||
19-24 | Frí | Vinna | Vinna | (Vinna) |
Dæmi um vinnufyrirkomulag í 1/2 starfi í svona blokkakerfi.
| Mán | Þri | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
09-14 | Frí | Vinna | | | Vinna | ||
14-19 | Frí | (Vinna) | (Vinna) | | | ||
19-24 | Frí | | Vinna | Vinna | | |
Skv. þessu væri helgarferðir ýmist 5 eða 6 blokkir, ein á föstudegi, þrjár á laugardegi og ein til tvær á sunnudegi.