Rannsókn Paul Piff við UC Berkeley, bendir til þess að ríkt fólk komi verr fram og sýni ábyrgðarlausari hegðun gagnvart náunga sínum en þeir sem hafa minna á milli handanna. Hvort að sjálfhverfan fylgi ríkidæminu eða ríkidæmið byggi á sjálfhverfu er kannski ekki alveg ljóst.
Kannski er skýrasta birtingarmynd þess að Ísland, sem er eitt ríkasta samfélag heims, hyggst draga úr stuðningi við þróunarríki í næstu fjárlögum. Röksemdafærslurnar eru margskonar en sú allra allra ömurlegasta birtist í spurningu Bylgjunnar í dag (9. desember 2013).
Hversu fylgjandi eða mótfallin(n) ertu því að skera niður framlög til erlendrar þróunaraðstoðar til að bæta íslenska heilbrigðiskerfið?
Ég bæti ef til vill síðar við pósti þá ranghugmynd að kaka ríkisins sé af fastri stærð.