Að lokinni heimsendaspá 24. kaflans hefst lofsöngurinn. Í kjölfar hörmunga þá upplifum við Guð á nýjan hátt. Guð sem brýtur niður „hallir hrokafullra“ en lofsöngurinn um Guð er sunginn…
…því að þú varst vörn lítilmagnans,
vörn hins þurfandi í þrengingum hans,
skjól í skúrum, hlíf í hita.
Guð er lofaður því að réttlætið sigrar að lokum, hrokafullir valdsmenn fá makleg málagjöld en þau sem lifa á jaðrinum, þau sem minna mega sín geta sungið.
Á þeim degi verður sagt:
Þessi er Guð vor sem vér höfum vonað á
og hann mun frelsa oss.
Þessi er Drottinn sem vér höfum vonað á,
fögnum og gleðjumst yfir hjálp hans
því að hönd Drottins mun hvíla á þessu fjalli.