Ég var að fikta í Facebook-inu mínu í dag, m.a. að skoða hvaða síður og hópa ég hef „Like“-að og skoða hvort ekki væri rétt að skipuleggja síður og hópa. Mér mistókst að finna út hvort hægt væri að útvíkka flokkunarkerfið umfram íþróttir, tónlist, bækur og bíó, en staldraði samt við hópinn annað, enda sýndist mér einhæfnin þar ríkjandi. Það er enda svo að af 33 „Like“-um þá eru 16 þeirra beintengd daglegu starfi mínu, tvö „Like“ eru söfnuðir sem eru í samstarfi við KFUM og KFUK, fimm eru kirkjulegar hreyfingar sem ég er í samstarfi við vegna vinnunnar og loks er gæluverkefnið mitt, Vangaveltur um kristni og kirkju þarna líka. Þannig eru 24 af 33 öðrum „Like“-unum mínum vinnutengd. Ég er ekki viss um að það sé gott hlutfall, eða hvað?
KFUM og KFUK og tengdar hreyfingar á Facebook (16):
- KFUM og KFUK á Íslandi
- Ten Sing ICEing
- KFUM og KFUK Suðurnes
- Leikjanámskeið KFUM &KFUK á Suðurnesjum
- UD-Móri Keflavík
- KFUM og KFUK í Borgarnesi
- Hólavatn
- Byggjum upp Hólavatn
- Kaldársel
- Sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi
- Vindáshlíð
- Ölver skemmtilegar sumarbúðir
- YMCA Europe Festival
- World Alliance of YMCAs
- Kristilega skólahreyfingin (KSH)
- KSF – Kristilegt stúdentafélag
Söfnuðir í samstarfi við KFUM og KFUK um æskulýðsstarf (2):
Þá er á listanum nokkrar kirkjulegar stofnanir (5):
Kirkjuleg verkefni á erlendum vettvangi (2):
Fjölskyldutengdir hlutir (5):
- Jump Start Sports
- SAMSI: Statistical and Applied Mathematical Sciences Institute
- HTLC/LCM – Chapel Hill
- Phillips Middle School – Chapel Hill, NC
- Life @ Notting Hill Apartments-Chapel Hill, NC
Önnur verkefni (3):
- Greiðsla
- Vangaveltur um kirkju og kristni – Mitt eigið gæluverkefni
- Munstur og Menning – Amma Jennýjar
Hér fyrir ofan vantar Jól í skókassa síðuna, enda flokkast hún hjá mér undir Inspirational People. Ef einhver saknar þess að sjá síðuna sína, má sá hinn sami/sú hin sama endilega láta mig vita.