Í vangaveltum um tvíhyggju hér á vefnum fyrir nokkrum mánuðum gerði ég mig sekan um naivisma, svo sem ekki í fyrsta sinn. Aðgreining í “objectivan” og mælanlegan veruleika annars vegar og ómælanlegan fullkomlega afstæðan hins vegar, t.d. tilfinningar, viðhorf og mat (e. evaluation) er að sjálfsögðu ekkert annað en birtingarmynd tvíhyggjunnar í hugmyndum Descartes. Þegar kemur að veruleikanum, einstaklingunum, aðstæðunum, kemur síðan glögglega í ljós að svona hugmyndir eru marklausar, nema sem hluti af þörf mannsins til flokkunar og greiningar.