Þar sem ég sit og les Yaconelli’s “Contemplative Youth Ministry: Practicing the Presence of Jesus (Youth Specialties)” sem er líklega besta bókin sem ég hef lesið um kristilegt starf með börnum og unglingum, þá snertir þetta samtal við mér.
Nói spurði: “Hvað er að vera kristinn?”
Mér brá, ég gat deilt trú minni með [fjögurra ára] syni mínum. Ég varð að vanda mig. Ég hugsaði um tæknina sem ég hafði lært. Átti ég að gefa vitnisburð? Líkast til myndi það taka of langan tíma. Átti ég að ritskýra annan kafla Fillipíbréfsins? Það yrði líklega aðeins of erfitt að skilja. Auk þess myndi ég þurfa að útskýra sögulega gagnrýni á guðfræði Páls og útskýra stuttlega kenosis (svipta sig öllu) og friðþægingarkenningar. Kannski væri við hæfi að gefa stutt sögulegt yfirlit um störf kirkjuþingsins í Níkeu, og renna síðan yfir Níkeujátninguna? Það gæti orðið flókið.
Sonur minn truflaði hugsanir mínar. “Jæja, pabbi, hvað merkir það?”
Áður en ég náði að fullkomna hugsanir mínar, muldraði ég, “Já, Nói minn, það merkir að vera “litlir Kristar,” Þeir sem leitast við að lifa eins og Jesús, kalla sig kristna.”
Nói staldraði við, hugsaði um stund og sagði svo: “Ert þú kristinn?”
“Já, það er ég,” svaraði ég.
Nóa var kjurr um stund, hugsaði sig um og sagði, “hvernig verður einhver kristinn?” Ég útskýrði fyrir honum að þú einfaldlega segir við Guð af öllu hjarta. “Ég vil vera í liði með Jesú og elska þig og elska aðra,” og síðan reynir þú að lifa lífinu eins og Jesús. Nóa hugsaði aðeins lengur og sagði: “Ok, við skulum gera það.” Við settumst niður við rúmið hans og báðum littla bæn, meðan Jósep, tveggja ára, hoppaði og velti sér í rúminu á bakvið okkur.
Strákarnir burstuðu tennurnar, hlustuðu á sögu fyrir svefninn og lögðust upp í rúm. Þegar þeir voru orðnir rólegir, stóð ég upp til að fara, þá sneri Nói sér að mér og sagði: “Pabbi, ég held ég vilji ekki vera kristinn.” Ég stoppaði og snéri mér við, undrandi á að hann væri ekki sofnaður.
“Af hverju segir þú það Nói,” hvíslaði ég.
“Jú, Jesús er drepinn af hermönnum, er það ekki annars?”
“Jú… það er rétt,” svaraði ég hikandi. Síðan reyndi ég að virka hughreistandi þegar ég sagði: “En Guð reisir hann upp og andi Guðs er með okkur enn í dag.”
“Ég veit það pabbi… en ég vil ekki vera drepinn.”
Þögn. …*
Frásögnin er aðeins lengri. En raunveruleikinn í samtalinu er ljós. Fjögurra ára barnið skyldi að það að vera kristinn er ekki endilega sætt og settlegt norm. Það hefur afleiðingar að lifa, það er ekki ókeypis að taka afstöðu. Að vera kristinn og treysta Guði getur leitt til ófyrirsjáanlegra afleiðinga. Þegar við kynnum kristni til sögunnar sem menningarlega hefð og bókmenntalegan fjársjóð fortíðar er auðvelt að missa sjónar á ákallinu um réttlæti og þeirri staðreynd að það getur kostað að standa með Guði.
* Þýðingin er mín.
“það getur kostað að standa með Guði.” …
Já, og það hefur oft kostað að ekki beygja sér fyrir kröfur eða hugmyndir presta og trúmanna af öðrum toga.
Þar að auki : að standa með sannfæringu sinni hefur oft haft afleiðingar þó sannfæringin hafi haft lítið með trúmálum að gera. Það ætti að vera óþarfi að telja upp dæmi, gömul eða nýleg.
Með þessu vil ég segja að kristnir séu ekki einir um að lenda í erfiðleikum vegna sannfæringa sinna, en ég er ekki að draga úr hvað sumir hafa lent í.
En reyndar þá getur verið að sumir geta sótt styrk í því að kynna sér sögu annarra sem hafa staðið með sínum málstað (og með réttlæti, reisn og mannréttindum).
Kannski nær okkur landfræðilega og í tíma.
Kveðja,
Morten
Ég get tekið undir þetta.