Eitt af því sem stundum er gert, t.d. í nýju fræðsluefni fyrir fermingarfræðslunámskeið í Vatnaskógi, er að fá einstaklinga til að orða eigin trúarjátningu. Spennandi leið til að fá fólk til að svara því á hvað þeir trúa. Þrátt fyrir að játningastöðin í messuratleiknum í Vatnaskógi sé að einhverju leiti mín hönnun, þá var ég að uppgötva í umræðum hér á vefnum að ég sjálfur hef aldrei skráð niður, alla vega hér á annálum mína eigin játningu.
- Hvað er það sem ég trúi á?
- Hverjar eru mínar dogmur?
Ég hef notað stöðnunarhugtakið nokkuð síðustu daga. Ég rakst rétt í þessu á gamalt fræðsluefni sem ég vann fyrir Biskupsstofu 2001. Það er ekki síður kómískt að í verkefni í Kirkjusögu sem ég skila í fyrramálið nota ég vísunina í U2 sem kemur fyrir í fræðsluefninu. Stöðnun – Það er ÉG!