Sjálfshatur

Sá ágæti kvikmyndahópur HOME hér í Columbus sá saman í kvöld kvikmyndina The Believer (2001). Myndin tekur á áhugaverðan hátt á sjálfshatri, en í uppgjöri við sjálfan sig og uppeldi sitt gerist ungur gyðingur ný-nasisti. Með því móti leitast við að hafna bakgrunni sínum en lendir um leið í því að hata sjálfan sig og það sem hann í raun er.
Myndin snertir við fjölmörgum áhugaverðum stefjum. Þannig er sagan af fórn Abrahams sterkt stef í gegnum myndina og er útlegging nýnasistans á frásögunni notuð til að útskýra guðsmynd hans. Þá er merkilegt hvernig nýnasistinn gengur út frá því að herleiðingin sé grundvallandi fyrir gyðinga. Gyðingur sem líður ekki og þjáist í dreifingunni er ekki sannur gyðingur. Þannig eru íbúar Ísraels ekki sannir gyðingar því þeir búa ekki við þjáningu, eða hvað!