Úttekt Eduniversal er á engan hátt fræðileg, þó e.t.v. sé hún óháð. Þannig eru deildarforsetar Háskóla beðnir um að mæla með skólum í öðrum löndum en sínum eigin (en þó ekki meira en helmingi allra skóla í viðkomandi landi). Út frá meðmælum deildarforsetana er síðan listinn útbúin. Hér er því mun fremur um að ræða fegurðarsamkeppni en úttekt.
Spurningin sem lögð var fyrir var eitthvað á þessa leið. Ef nemandi væri á leið til Íslands í nám í viðskiptafræðum með hvaða skóla mælirðu? Rétt er að taka fram að HR var eini íslenski skólinn á listanum.
En það er samt þörf á að óska HR til hamingju með að vera sætur.