Líklega er merkilegasta innleggið um stöðu fermingarinnar á þessum síðustu tímum heimasíðan www.ferming.is. Ég held að við þurfum að íhuga stöðu okkar í kirkjunni. Eða er okkur e.t.v. alveg sama?
13 thoughts on “Fermingar”
Comments are closed.
Líklega er merkilegasta innleggið um stöðu fermingarinnar á þessum síðustu tímum heimasíðan www.ferming.is. Ég held að við þurfum að íhuga stöðu okkar í kirkjunni. Eða er okkur e.t.v. alveg sama?
Comments are closed.
Það er spaugilegt að handhafi lénsins sé auglýsingastofan Vatikanið. Ætli þetta sé aflátssala markaðsaflanna svo hægt verði að byggja fleiri verslunamiðstöðvar?
Góður punktur hjá Ólöfu. Fleiri verslunarmiðstöðvar og fleiri neytendur. Það er fagnaðarerindi nútímans. Það merkilegasta við þetta síðasta er að það var það sem Martin Luther King yngri prédikaði að þyrfti að gerast til þess að jafna stöðu svartra í BNA, gera þeim kleift að verða neytendur til jafns á við hvíta.
Hvaða, hvaða. Er eitthvað að þessu? Þetta er nú síða frá því í fyrra (2005). Sýnir fyrst og fremst hvað þjóðkirkjan er slöpp, að hafa ekki náð þessu léni fyrir sig. Svo finnst mér þessi fullyrðing þín Carlos um Martin Luther King ósmekkleg. Ertu að halda því fram að mannréttindabarátta blökkumanna (eða Kings) í USA hafi bara snúast um sama rétt til neyslu og hvítir höfðu? Svo er auðvitað kirkjan og ekki síst prestarnir með allt niðrum sig varðandi fermingarmálin og ættu því ekki að neykslast á öðrum. Takandi 10.000 kr. fyrir hvert fermingarbarn og stinga í eigin vasa, er auðvitað hneyksli. Hvað er það annað en hrein og bein neysla – hrein og bein fégræðgi?
We have come to the point where we must make the nonproducer a consumer or we will find ourselves drowning in a sea of consumer goods. We have so energetically mastered production that we now must give attention to distribution. Though there have been increases in purchasing power, they have lagged behind increases in production. Those at the lowest economic level, the poor white and Negro, the aged and chronically ill, are traditionally unorganized and therefore have little ability to force the necessary growth in their income. They stagnate or become even poorer in relation to the larger society. The problem indicates that our emphasis must be two-fold. We must create full employment or we must create incomes. People must be made consumers by one method or the other. Once they are placed in this position, we need to be concerned that the potential of the individual is not wasted. New forms of work that enhance the social good will have to be devised for those for whom traditional
jobs are not available. Martin Luther King, http://www.progress.org/banneker/kingsay.html, bara svo að það sé á hreinu, Torfi.
Kirkjan hefur tekið sér tímann sinn að laga sig að samtímanum, og gjaldská presta sem á að deila launagreiðslum til þeirra á fleiri hendur en ríkis er náttúrlega tímaskekkja. En er það fégræðgi að semja ekki um launalækkun, Torfi?
Af hverju rígheldur kirkjan í ferminguna, þegar hún er ekkert annað en pápískur arfur, sem Lúter fordæmdi og hefði átt að fara sömu leið og skriftirnar? Það er ægilega hallærislegt að sjá allt moldviðrið sem prestar þyrla upp vegna ‘græðgisvæðingar’ samfélagsins meðan þeir stýra sjálfir dansi óharðnaðra unglinga umhverfis gullkálfinn.
Einn möguleikinn væri að dreifa fermingum yfir árið. Þá yrði engin kaupmannavertíð. Fermingarfræðslan væri þriggja mánaða rúlla þar sem aðeins er tekinn inn takmarkaður fjöldi í hvert sinn, síðan vinnur þú verkefni og sækir messur í hálft ár áður en þú fermist. Söfnuðir gætu sameinast um fræðsluna þannig að þú ferð ekki endilega í fræðslu þar sem þú fermist en sækir hins vegar guðsþjónustur þar og skilar verkefnum. Ég vil endilega sjá meiri hreyfanleika í messusókninni. Sonur minn ætlar að fermast í kirkju þar sem ekki er um annað messuform að ræða en “Handbók 81”. Mig langar að kynna honum fleiri útfærslur en þar sem til þess er ætlast að hann fylli sem mest að messusóknarkvótanum á þeim stað (ég hef spurt) vil ég ekki ofgera úthaldi unglingsins gagnvart messufjölda. Mér finnst mikilvægt að unglingar kynnist breiddinni í trúarsamfélaginu. Fermingin er vissulega safnaðartengd og á að vera það. Borgarbúar eru hins vegar ekki svo sóknarbundnir lengur sem áður var.
En að sleppa fermingunni alfarið?
Í fyrri athugasemd sinni vísar Guðmundur eflaust til greinar Stefáns Pálssonar um fermingar. Ég hjó eftir því að sú grein vakti litla athygli lútherskra guðfræðinga!
“litla athygli lútherskra guðfræðinga”? Það eru nú ekki allir guðfræðingar fastagestir á bloggsíðu Stefáns, þótt merk sé. Annars sagði Lúther kallinn svo margt. Á yngri árum eða um 1520 sagði hann að það væri engin þörf á fermingunni því skírnin ein nægði. Hann gagnrýndi kaþólikka fyrir að hafa m.a. gert ferminga að apaspili og vitleysisgangi. Seinna sá hann möguleika í fermingunni sem fræðslu um kristna trú (katekisma) og um 1540 var hann farinn að gefa svigrúm fyrir að taka ferminguna upp aftur sem athöfn. Þekktust eru þó áhrif hans á ferminguna með katekisma þeim sem hann skrifaði um 1530, Fræðin minni, sem notað var sem kver í uppfræðslunni langt fram á 18. öld og er reyndar uppistaðan í kverafræðslu lúthersku kirkjunnar allt til þessa dags. Því er það misvísandi að Lúther hafi fordæmt ferminguna sem slíka, því hann gagnrýndi fyrst og fremst framkvæm pápista á henni.
“Því er það misvísandi að Lúther hafi fordæmt ferminguna sem slíka, því hann gagnrýndi fyrst og fremst framkvæm pápista á henni.” Ekki er ég nú viss um að Lúther yrði hrifinn af framkvæmd þjóðkirkjunnar á fermingunni að heldur.
Nei, einmitt. Það var framkvæmdin sem hann gagnrýndi og myndi eflaust gera ennþá. Siðbótarmennirnir settu fyrst og fremst út á athöfnina sem slíka sem þeim fannst einkennast af verkaréttlætingu. Hér er ég flott(ur) og fín(n) með allt mitt á þurru, fermd(ur) og orðin(n) maður með mönnum. Í fyrstunni vildi hann enga fermingarathöfn en undir lokin aðeins fyrirbænastund þar sem beðið var fyrir fermingarbarninu og beðið sameiginlega fyrir áfallalítilli vegferð. Þetta sjónarmið á fyllilega rétt á sér enn í dag, ekki síst þegar fermingin er orðin sá ritus, slík neysluhátíð, sem raun ber vitni.