Það er mikið talað um Dawkins á Íslandi, minna reyndar annars staðar. Þar sem mér gafst tími til rétt í þessu og sá deilur um kauða, þá ákvað ég að fletta honum upp. Það voru sérstaklega tvær síður sem vöktu athygli mína. Annars vegar var það viðtal á Salmon River.
That might be a little bit optimistic, but there would be a much better chance of no more war. Obviously nothing like 9/11, because that’s clearly motivated by religion. There would be less hatred, because a lot of the hatred in the world is sectarian hatred. For example, in Northern Ireland, India and Pakistan. You wouldn’t have an awful lot of the prejudice and trans-generational vendettas that humanity suffers from. There would be less waste of time. People would concentrate on really worthwhile things, instead of wasting time on religion, astrology, crystal-gazing, fortune-telling, things like that.
Hér er sérlega áhugavert að velta fyrir sér orðunum: “Obviously nothing like 9/11, because that’s clearly motivated by religion.” Er hér átt við að hryðjuverk geti ekki átt sér stað, eða er hann að segja að hryðjuverk vegna trúarbragða geti ekki átt sér stað ef ekki eru til trúarbrögð. Síðan má auðvitað spyrja hvort 9/11 hafi fallið undir skilgreininguna stríð, alla vega merkilegir þankar.
Síðan rakst ég á nokkuð af fínum lofrullum um nýja bók hans, m.a. á Vantrú. En það var líka krítík sem ég rakst á Prospect sem var áhugaverð. Þarna er tæpt á vandanum við trúarskilgreininguna, sem er að þrátt fyrir uppgötvanir á 19. og 20. öld sem hafa ögrað viðteknum hugmyndum trúarbragðanna og skilgreiningum á trú, hefur það ekki orðið til að útrýma fyrirbærinu. Eins er bent á ýmsa alvarlega galla við svar hans hér að ofan. Hvort sem gagnrýni Prospect er gild eða ekki er ljóst að Guðsblekkingin er nauðsynleg lesning hverjum þeim sem vill leitast við að skilja hugmyndaheim Dawkins og fylgismanna hans um allan heim. En þeir samanstanda að mestu af ungum ágætlega menntuðum karlmönnum á aldrinum 18-40 ára. Hópi sem á eftir að hafa mótandi áhrif á þjóðfélagsskipan framtíðarinnar.
Ertu ekki að grínast, Elli? Auðvitað er 9/11 stríðsaðgerð, en, og það ber að undirstrika, að gera trúarbrögð ábyrgð fyrir því, er að firra pólítík vesturlanda undanfarna öld eða svo ábyrgð á vanda miðausturlanda og samskipta hins vestræna og kristna heims við islam. Og það er ofureinföldun, hjá Dawkins, ef hann heldur því í alvöru fram.
… gera trúarbrögðin ein ábyrg fyrir því … átti þetta að vera.
Carlos, ég er reyndar ekki alveg að grínast. Mér finnst mikilvægt að velta upp spurningunni hvort glæpirnir sem voru framdir fyrir 5 árum séu ekki einmitt það, glæpir, mannrán og fjöldamorð. Með því að tala um þetta sem stríðsaðgerð, er kallað eftir stríðsviðbrögðum og …
Skil þig. Hitt er annað mál, að með því að horfa bara á glæpinn gleymist auðveldlega að það er mannlegur harmleikur að baki, sem myndar gróðrarstíu fyrir glæpaverk af þessu tagi. M.ö.o. er ekki vit annað en að höggva að rótum vandans, ekki með frekara stríði heldur með réttlátari stjórnmálum og efnahagsstefnum. Trúarbrögðin koma síðan í kjölfarið.
En með slíkri greiningu er auðvelt að segja að “götu”-glæpir hér í BNA, séu að öllu jöfnu stríðsaðgerðir. En það er auðvitað rétt. Hvor áherslan um sig hefur sína pitti til að detta í.
Skemmtileg síða sem þú vísar í þarna. Sjálfur er Dawkins sorglegt dæmi um það hve trúarbrögðin geta brenglað gagnrýna hugsun..! ;>)
Varðandi það hvort al Kaida séu glæpa, hryðjuverka eða skæruliðasamtök verður að skoða samhengið. Þeir fengu fyrst vopn og menntun frá BNA sem samverkamenn í stríðinu gegn Sovíet í Afganistan, nema mig misminni hrapalega. Þeir hafa auk þess beitt sér gegn hernaðarlegum skotmörkum (USS Cole) og óbreyttum borgurum víðsvegar um álfur. Þeir eru bersýnilega meira en “götugengi”, bæði í uppbyggingu og hugmyndafræði. Gróðrastía götugengja er þekkt, allt frá stofnun rómarveldis. Gróðrarstía al Kaida er m.a. niðurlæging Islam í vestrænum heimi og niðurlæging íslamskra ríkja s.s. Afganistan, Irak og Palestínu. Ekki síst Palestínu. Sérhver “lausn” sem horfir framhjá vondri utanríkispólítik og nýlendustefnu fyrirtækja og stjórnvalda, hneyksli styrjaldarreksturs vesturlanda í þessu heimshorni er gerfilausn, plástur á gapandi holund.
Er ekki áhugavert að skoða heimasíðu Dawkins fyrst menn eru að velta karlinu fyrir sér?
Takk Matti.