Þessi kafli minnir á upptalningu á gripum í sóknarkirkju á Íslandi sem er tekin saman fyrir biskupsvísitasíur, nú eða upplýsingar sem prestar fá um kapellunni í Vatnaskógi þegar þeir mæta þangað á fermingarnámskeið.
Þannig er gerð grein fyrir gripum sem hver og einn ættarhöfðingi afhenti í tilefni af vígslu altarisins í samfundatjaldinu. Það kemur þó skýrt fram að gjafir allra ættarhöfðingjanna voru þær sömu. Enginn fann sig kallaðan til að ganga lengra, gera meira til að fá sérstakan þakkarplatta á tjalddúkinn.