Umræðan um að minnka stuðning við þá sem verr standa á Íslandi rýmar að sumu leiti við viðleitni stjórnmálamanna í BNA á síðustu árum. Rannsóknir hér í BNA sýna hins vegar að betra bótakerfi hjálpar fólki að öðlast sjálfstæði, byggir það upp og eykur möguleika þess að bæta stöðu sína.
Hugmyndir stjórnmálamanna á Íslandi og annars staðar að öflugt velferðarkerfi hljóti að gera fólk að öðru jöfnu háð bótum er þannig ranghugmynd sem byggir á trú á hugmyndakerfi einhverskonar ójafnaðarkapítalisma en er óháð rannsóknum og veruleikanum.
Viðbót: Þættir eins og kynþáttafordómar, misskipting, lélegt heilbrigðiskerfi, takmörkuð tækifæri, lág grunnlaun (eða lág lágmarkslaun) og lélegt menntakerfi eru þættir sem búa til fátæktargildrur og geta haldið fólki bundnu í bótakerfinu.