Enn á ný er mikilvægt að spyrja sig um hlutverk spámannanna í Gamla testamentinu. Hvernig skiljum við samtímasögu Jesaja og hvernig notum við hana til að túlka textann sem við lesum. Hér varar Jesaja við bandalögum sem eru Guði á móti skapi, vísar til samningaviðræðna Ísraelsmanna við Faraó og segir
En vernd faraós verður yður aðeins til skammar
og skjólið í skugga Egyptalands til smánar.
Það er greinilegt að Jesaja hræðist samkrullið við Egypta, hann lítur svo á að það muni koma þjóðinni í koll. En spurningin er hvort hann sé að útskýra nýliðna atburði, eða hvort hann sé að vara við áformum um samninga við Egypta. Það er ekki alveg ljóst. Hitt er þó ljóst að þjóðin mun þjást og hættan sem felst í bandalögum við aðra, er sú að þjóðin getur horfið endanlega.
Vangaveltur um samstarf og bandalög þjóða er enda stöðuglega í gangi, jafnvel í dag og enn eru áhyggjurnar svipaðar. Mun samstarf leiða til þess að sjálfsmynd þjóðar hverfi.