Drottinn Ísraels mun einnig með tímanum verða Drottinn Egyptalands.
Drottinn mun birtast Egyptum og þeir munu viðurkenna hann á þeim degi. Þeir munu þjóna honum með sláturfórnum og kornfórnum og vinna Drottni heit og halda þau. Drottinn mun ljósta Egypta og síðan lækna. Þeir munu því snúa sér til Drottins og hann mun bænheyra og lækna þá.
Áður en það gerist munu stjórnmálamenn landsins reynast óhæfir. Hver höndin mun vera upp á móti annarri. Íbúar Egyptalands munu upplifa sig ráðþrota.
Lýsingar Jesaja á aðstæðum í Egyptalandi eru vissulega skrifaðar inn í aðstæður fyrir nær 3000 árum síðan, en orðin
Ég ætla að egna Egypta gegn Egypta
og þeir munu berjast hver við annan,
bróðir við bróður, vinur við vin,
borg við borg og ríki við ríki.
Hefðu allt eins getað verið skrifuð fyrir tveimur árum síðan eða hreinlega í sumar. Vonin felst í friði á þessu svæði. Þegar frjálst flæði fólks og vinnuafls ríkir á svæðinu, þegar Assýringar geta ferðast án vandkvæða landleiðina til Egyptalands og Egyptar farið óhultir yfir til Assýríu. Þá verður allt gott.