Jóel Petúelsson skrifar í bundnu máli um hörmungar Ísraelsþjóðarinnar. Hvenær, hvar og hvers vegna þetta er skrifað, liggur e.t.v. ekki ljóst fyrir. Ein kenningin er að þetta sé skrifað sem sögulegt yfirlit e.t.v. frá 3. öld fyrir Krist, upprifjun á þeim hörmungum sem sífellt dynja á þjóðinni sem telur sig útvalda af Guði.
Hér í fyrsta kaflanum er það hlutverk prestanna að leiða iðrunar- og harmakveinin.