Löggjöfin hófst á brotum af vangá í síðasta kafla og nú eru nokkur slík brot útskýrð. Sektargreiðslan eða fórnin byggir á fjárhag þess sem brotið fremur. Hér virðist reyndar tekið fram að prestar fái einungis umbun þegar kornfórn er færð.
Ef einhver gerist ber að svikum, stuldi eða okri, þá ber honum að greiða skaðann til baka auk 20% miskabóta og leggja fram sektarfórn.
Það er áhugavert og mikilvægt í þessum texta að ef brotamaður greiðir skaðann, miskabætur og leggur fram sektarfórn þá er honum fyrirgefið allt sem hann hefur orðið sekur um. Hér er ekkert um skilorð, reglulega upprifjun í fjölmiðlum eða samfélagsstigma.