Vonin felst þó ekki aðeins í dauða hins illa konungs. Vonin felst í því að réttlátur leiðtogi, Mikael, muni koma fram.
Það er áhugavert að koma Mikaels mun ekki þýða að hörmungunum ljúki, heldur að þeir sem standa fast við sannleikann muni fá uppreist æru, en aðrir vakni upp til lasts og ævarandi smánar.
Hér kemur fram hugmynd um eilíft líf, sem er ekki mjög sterk annars staðar í Gamla testamentinu. Þó er ekki ljóst hvort að eilífa lífið sem vísað er til hér í Daníelsbók, byggi á eilífri persónulegri sjálfsvitund eða sé meira í anda Hávamála.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstírdeyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Tímasetning Daníelsbókar á komu hins réttláta konungs er eitthvað óljós. Vissulega má lesa út spá um tæp þrjú ár eða þrjú og hálft ár, en það er ekki meginmálið. Aðalatriðið er að réttlætið sigrar að lokum.