Textinn hér kallast augljóslega á við yngra verk, þ.e. Opinberunarbók Jóhannesar. Konungdæmi koma og fara, framtíðarsýn Daníels er vísun til samtímans. Járnríkið sem kemur, er í raun og veru ástandið sem varir þegar ritið er skrifað. Líkt og fyrri konungsríki þá er núverandi ástand tímabundið.
Hin dýrin voru einnig svipt valdi sínu en lífi þeirra var enn þyrmt til ákveðins tíma og stundar.
Þegar þjáningum og eymd líkur tekur við ríki Guðs, og sá Guð sem talað er um er ekki aðeins Guð Ísraelsþjóðarinnar, heldur Guð alls sem er.
Ég horfði á í nætursýnum
og sá þá einhvern koma á skýjum himins,
áþekkan mannssyni.
Hann kom til Hins aldna
og var leiddur fyrir hann.
Honum var falið valdið,
tignin og konungdæmið
og allir menn, þjóðir og tungur
skyldu lúta honum.
Veldi hans er eilíft
og líður aldrei undir lok,
á konungdæmi hans verður enginn endir.
Vísunin til mannsonarins, er oft lesin sem vísun til Jesú Krists. Hans sem leysir upp valdakerfi veraldarinnar og snýr hugmyndum um völd og áhrif á hvolf. Hugmynd ritara Daníelsbókar gæti þó hafa verið önnur, hugsanlega einhver Makkabeabræðranna eða að hann hafi horft til leiðtoga í samtíma sínum sem gæti snúið við ástandinu.