Markúsarguðspjall 16. kafli

Lærisveinarnir eru hvergi í fyrri hluta þessa kafla. Það eru konurnar sem hafa ekki yfirgefið Jesú, þó þær hafi upplifað hann tekin frá þeim. Þegar þær vitja grafarinnar þá sjá þær að steininum hefur verið velt frá. Inni í gröfinni sjá þær ungan mann.

En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér.

Allt er breytt, ekkert er eins og það var. Óttinn tók yfir og konurnar sögðu engum neitt.

Og þannig endar Markúsarguðspjall í „upprunalegustu“ mynd sem við höfum.

Síðustu tólf vers kaflans eru af flestum talin viðbót. Þar lesum við að Jesús hafi fyrst birst Maríu Magdalenu, lærisveinarnir hafi ekki trúað henni. Tveir þeirra hafi hitt hann á göngu (líklega Emmausfararnir), en þeim hafi heldur ekki verið trúað. Þá hafi hann birst þeim 11 og skammast yfir vantrú þeirra (sbr. aðrar frásögur af Tómasi).

Jesús bauð lærisveinum sínum því næst að boða fagnaðarerindið öllu mannkyni, sem þeir og gerðu með tilheyrandi táknum.

3 thoughts on “Markúsarguðspjall 16. kafli”

  1. “Síðustu átta vers kaflans eru af flestum talin viðbót. ”

    Smá skammhlaup greinilega: “Síðustu tólf vers….” (þú hefur líklega verið að hugsa um fyrstu átta versin, þau upprunalegu).

  2. Kærar þakkir fyrir ábendinguna, ég lagaði þetta í textanum. Það er auðvitað rétt að fyrstu átta versin eru talin „upprunaleg“, en síðari tólf eru af flestum talin seinni tíma viðbót.

Leave a Reply to Halldór Elías Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.