Markúsarguðspjall 13. kafli

Jesús boðar lærisveinum sínum ekki bjarta framtíð og margir NT-fræðingar benda á að þessi texti gefi til kynna að höfundur Markúsarguðspjalls hafi upplifað ofsóknir þá þegar hann skrifar textann.

Framtíðin ber í skauti sér stríðsátök (hugsanleg uppreisnina 66-70 e.Kr.), en hún gæti jafnvel hafa verið í gangi þegar ritið er skrifað. Á sama hátt er ljóst að mjög fljótlega eftir upprisuna komu fram á sjónarsviðið hvers kyns falskristar og -spámenn, sem byggðu boðun sína að einhverju leiti á hugmyndum Jesús. Varúðarorð sem lögð eru í munn Jesú í þessum kafla verður þannig að túlka í ljósi reynslu guðspjallamannsins sem skrifar þau.

Ég hef vísað áður til proleptic guðfræðiskilnings. Loforðið um að

[þ]á munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð,

virðist benda til skarpari skila þegar kemur að birtingu Guðsríkisins, en við sem aðhyllumst innbrot Guðsríkisins, viljum kannast við. En á hinn bóginn, ef innbrotið, geislar Guðsríkisins, brutust í gegn við upprisuna, þá rýmar það við orð Jesú um að:

Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt þetta er komið fram.

Þannig erum við e.t.v. að tala um tvo atburði, annars vegar upprisuna, innbrot Guðsríkisins í heiminn og hins vegar endalokin, tímann sem við vitum sjaldnast hvenær vitjar.

2 thoughts on “Markúsarguðspjall 13. kafli”

  1. Elli, ummælin um að þessi kynslóð muni sjá “allt þetta” er sagt rétt á eftir tali um að sólin muni sortna og stjörnurnar hrapa, s.s. heimsendi. Það er ótrúlega langsótt að reyna að segja að Jesús hafi bara verið að tala um upprisuna þegar hann sagði að “þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt þetta er komið fram”. En það er skiljanlegt að þú viljir ekki viðurkenna að Jesús hafi verið einhvers konar Harold Camping.

Leave a Reply to hjaltirunar Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.