Markúsarguðspjall 3. kafli

Aherslan í þessum fyrstu köflum Markúsarguðspjalls snýst um spennuna milli þess að fylgja lögmálinu eða gera það sem er rétt. Í dag er stundum talað um borgaralega óhlýðni, það að mótmæla óréttlæti þrátt fyrir að það geti leitt til þess að mótmælandi sé handtekinn fyrir óhlýðni við yfirvöld.

Það er þessa spennu sem við sjáum hér. Er virðing fyrir yfirvaldi (fyrstu fjögur boðorðin) mikilvægari en að þjóna náunganum? Í huga sumra fræðimannanna í samtíma Jesú og reyndar enn í dag, þá hlýtur sá sem vanvirðir yfirvaldið að vera djöfullinn sjálfur.

Jesús bendir á mikilvægi heilags anda, einhvers konar samvisku sem segir okkur að gera það sem rétt er, jafnvel þó hefðin eða umhverfið segi okkur annað.

Sannlega segi ég ykkur: Allt verður mannanna börnum fyrirgefið, allar syndir þeirra og lastmælin, hve mjög sem þau kunna að lastmæla, en sá sem lastmælir gegn heilögum anda fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd.

Brot gegn heilögum anda er þannig brot gegn okkur sjálfum fyrst og fremst, þegar við kúgum okkar eigin vilja til að fylgja því sem við vitum í hjarta okkar að sé rangt.

Ef við fylgjum hins vegar leitumst við að gera rétt, þá erum við öll eitt mannkyn.

Hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.

One thought on “Markúsarguðspjall 3. kafli”

Leave a Reply to Hjalti Rúnar Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.