Við lesum um mikilvægi helgihaldsins. YHWH er með, hann leiðir og verndar okkur skal ætíð vera á vörum Ísraelsmanna og má aldrei gleymast. Guð mun gefa okkur gott líf,
…land sem flýtur í mjólk og hunangi,…
Helgihaldið á að minna á þann Guð, sem leiðir lýð sinn úr þrældómi til lausnar, til fyrirheitna landsins.
Við sjáum líka að Guð hefur ekkert ofurtrú á þjóð sinni.
Þegar faraó sleppti fólkinu leiddi Guð það ekki beina leið til lands Filistea þó að hún væri styst því að Guð hugsaði: „Ef til vill iðrast fólkið þessa þegar það sér að ófriðar er von og snýr þá aftur til Egyptalands.“ Guð lét því fólkið leggja lykkju á leið sína og halda í átt til Sefhafsins.
Það er enda ekki vegna yfirburða Ísraelsmanna, þekkingar, kjarks, styrks eða vizku, sem YHWH hefur kallað þau til fylgdar við sig. YHWH hefur kallað litla þjóð, með veika stöðu og vanmáttuga. Frelsun Ísraelsþjóðarinnar er enda Guðs verk. Eins og segir í bréfi Páls til Efesusbúa:
því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.
Hér kemur líka fram að Móse hyggist uppfylla ósk Jósefs um að vera jarðaður í Ísrael. En eins og fram kom í 1. Mósebók 50. kafla, virtust bræður hans ekki stressa sig mikið á uppfylla ósk Jósefs á dánarbeðinu.