2. Mósebók 12. kafli

Það er nýtt upphaf framundan. Þetta nýja upphaf markast af páskahátíðinni. Hátíð þar sem lambi er slátrað og etið í flýti. En fyrst og fremst er páskahátíðinni ætlað að vera minningardagur eða hátíð þar sem þess er minnst þegar YHWH, hlífði söfnuði Ísraels en gaf Egypta dauðanum á vald.

Textinn hér er litúrgísk framsetning, útskýring á helgihaldi, byggt á trú Ísraelsmanna á vernd Guðs. Áherslan liggur á rétt helgihald, en mun minna á atburðinn sem er/var uppspretta helgisiðanna. Við lesum þó að

[u]m miðnætti laust Drottinn alla frumburði í Egyptalandi til bana, frá frumburði faraós, sem sat í hásæti sínu, til frumburðar fangans, sem sat í fangelsinu, og alla frumburði búfjár.

Við heyrum líka um viðbrögð faraó. Hann kallar Móse og Aron fyrir sig um nóttina og rekur Ísraelsþjóðina á burt. Þau leggja af stað og við lesum að þau hafi ekki aðeins kallað eftir því til baka sem þau áttu frá Egyptum, eins og mér skyldist af lestri 11. kaflans, heldur hafi þau tekið eigur Egypta með sér, eða eins og segir í textanum:

Þannig rændi hún Egypta.

Áfram er lögð áhersla á helgihaldið. Nóttina sem Ísraelsmenn héldu á brott, nákvæmlega 430 árum eftir að Jósef bauð bræðrum sínum skjól, er vökunótt.

Þetta er nótt Drottins og þessa nótt vaka allir Ísraelsmenn frá kyni til kyns.

Áherslan í helgihaldinu er líka skýr, þetta er ekki „All are Welcome and All really means All.“ Helgihald páskahátíðarinnar er einungis ætlað þeim sem játast YHWH og eru tilbúnir til að láta umskerast.

One thought on “2. Mósebók 12. kafli”

  1. Það er áhugaverð “endursögn” á þessari sögu á “barnatrú.is” Þar er það “skelfileg ógæfa” að allir frumburðarnir dóu, en sem betur fer “verndaði Guð” Ísralesmennina. Undarlegt að kalla það “ógæfu” þegar einhver myrðir einhvern annan, og undarlegt að kalla það að ég sé að “vernda X” ef ég ákveð að drepa Y en ekki X.

Leave a Reply to hjaltirunar Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.